



Heilsuferð til Póllands
Næstu ferðir:*
10-24. apríl 2025 - Páskaferð
31. maí - 14. júní - Sumarferð
6 - 20. sept - Haustferð
*í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura.
Ávinningur
þinn
- Hreinsun á líkama og sál.
- Aukin orka og vellíðan.
- Betra jafnvægi og streitulosun.
- Verkfæri til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl.
Endurnærandi
orka í heilsu spa
- Frábært spa-heilsu-hótel rétt fyrir utan Gdansk í Póllandi
- Leyfðu verkjum og bólgum að hjaðna og matnum að næra þig til heilsu.
- Hvíld, nudd, gufa, fræðsla, hreyfing, holl næring og gleði.
- Aðstoð og stuðningur við að snúa þinni rútínu við á rétta braut í átt að hollara og kraftmeira lífi.
Læknir og þjálfarar
Hvernig virkar þetta?
Slökun
Hótelið er staðsett fyrir utan borgina Gdansk í Póllandi mitt í miðjum þjóðgarði. Náttúrukyrrðin auðveldar slökun og kyrrð. Frábærir nuddarar eru starfandi á hótelinu..
Hreyfing
Á hótelinu er dagskrá frá morgni til kvölds en það er engin skylda að gera allt sem þar er í boði. Allar æfingar eru á því erfiðleikastigi sem hentar hverjum og einum.
Næring
Hægt er að velja á milli máltíða, þar sem uppistaðan er grænmeti og ávextir og/eða safar, eða prótín og fituríkum mat sem eru samtals 800, 1200 eða 2000 kaloríur yfir daginn. Hægt er að vera á sama matseðlinum í öllum máltíðum yfir daginn eða skipta á milli máltíða.
Fræðsla
Við miðlum af reynslu okkar og fáum fyrirlestra læknis um mataræðið og hvernig best er að haga heimkomu.
Ánægðir viðskiptavinir

„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Elskaði matinn, umhverfið og vinskapinn þið frábæra fólk. Takk fyrir yndislegar 2 vikur“
TJ, 43 ára

„Takk fyrir frábæra ferð í alla staði, þvílík upplifun, þekking, hlàtur og dugnaður. Ég er enn uppi í skýjunum 6,5 kíló farin og fullt af cm.“
EM, 52 ára

„Þetta er það besta sem ég hef gert fyrir mig að fara í þessa ferð og kynnast frábæru fólki. Takk fyrir mig og ég á eftir að koma aftur.“
BG, 64 ára
Innifalið | Ekki innifalið |
---|---|
Ferð í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura | Flug (t.d. Wizz Air) |
Rúta sem sækir hóp á flugvöll og ekur á hótel og til baka eftir dvöl | Sundleikfimi og æfingar (aukagjald) |
Dvöl á hóteli í 2 vikur | Nudd og snyrtimeðferð |
Fullt fæði | Skoðunarferð til Gdansk (fer eftir þátttöku) |
Baðsloppur | |
Aðgangur að spa og líkamsrækt | |
Kynningar nuddtími | |
Flestir hóptímar með þjálfurum | |
Fræðsla, hvatning og stuðningur á íslensku | |
Fyrirlestur læknis (á ensku) | |
Viðtalstími við lækni ef óskað er |
Algengar spurningar
Algengasta spurningin er hvort heilsuhótelið sé fyrir alla. Svo er ekki. Gestir þurfa að geta borið fulla ábyrgð á sér innan húss og utan húss. Jafnvægisskyn þarf að vera í lagi. Ágætis aldursviðmið er 75 ára. Engin lyfta er á hótelinu, bara tröppur upp 2 hæðir og svo eru tröppur niður að vatni og gufu.
Sendu okkur skilaboð á heilsuferdir@heilsan.is ef þú ert með fyrirspurn.
Herbergi
og verð*
*Með fyrirvara vegna gengisbreytinga, verð fyrir apríl 2025. Athugaðu að fjöldi stéttarfélaga veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu eða endurmenntun. Kynntu þér þín réttindi, kannaðu styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu með styrk fyrir þig í þessa ferð.
Fleiri ummæli



Þú munt upplifa:
√ Hámarks árangur á hollu fæði
√ Hreyfingu sem er hæfilega hönnuð fyrir þig
√ Endurnærandi nuddmeðferð
√ Aukið úthald, minni verkir, þyngdartap, betri svefn, aukin lífsgæði
√ Fullkomna afslöppun í spa-umhverfi
√ Stuðning og virka hvatningu til árangurs
√ Erum allan tímann á staðnum og aðstoðum fólk í meðferðinni.

Næstu heilsuferðir:
10-24. apríl 2025 – Páskaferð
31-14. júní – Sumarferð
6-20. sept – Haustferð
heilsuferdir@heilsan.is