Takmarkað framboð
*Verð eru birt með fyrirvara um gengi og breytingar á verðskrá Long Vita. Verð miðast við að að ferðast sé á eigin vegum (ekki hópferð), flug er ekki innifalið.
Nei, fólk bókar flugið sitt sjálft til að hafa sveigjanleika og halda verði í lágmarki. Við mælum með beinu flugi með Wizz Air til Gdansk. Hótelið sér um að sækja þig á flugvöllinn í Gdansk, ef þess er óskað, gegn vægu gjaldi (oftast um 200 PLN).
Þegar þú sendir bókunarbeiðni hér á síðunni athugum við hvort herbergi sé laust og sendum þér staðfestingu í tölvupósti. Þú greiðir staðfestingargjald (um 35.000 kr) beint til hótels og greiðir fyrir dvölina þegar þú tékkar þig út. Einfalt og þægilegt.
Alls ekki. Dagskráin er hönnuð þannig að hver og einn getur nálgast hana á sínum forsendum. Hvort sem þú vilt taka á því með þjálfurum eða njóta hvíldar í spa-inu, þá er þetta þinn tími.
Við reynum alltaf að vera sveigjanleg. Hægt er að afbóka eða færa ferðina með ákveðnum fyrirvara. Nánari skilmálar fylgja með staðfestingarpósti frá hótelinu.
Form hvers og eins er mismunandi en hótelið mælir ekki með því að gestir séu mikið yfir 75 ára að aldri. Á hótelinu eru bara tröppur, mest 3 hæðir, en engin lyfta. Einnig er mikið af tröppum í nágrenninu. Hótelið leggur áherslu á að gestir geti bjargað sér sjálfir innan húss og utan húss.
Já, hægt er að ráðfæra sig við lækni hótelsins á meðan meðferð stendur.














Þú færð kærkomna hvíld frá amstri dagsins í fallegu umhverfi. Hollur matur hjálpar líkamanum að ná jafnvægi.
| Innifalið í ferðinni | Ekki innifalið |
|---|---|
| Gisting í völdum herbergjum | Flug (t.d. Wizz Air) |
| Fullt fæði (morgun-, hádegis- og kvöldverður) | Sundleikfimi (hóflegt aukagjald hótels) |
| Aðgangur að spa og líkamsrækt | Nudd- og snyrtimeðferð (verði stillt í hóf) |
| Flestir hóptímar með þjálfurum | Akstur frá flugvelli í Gdansk að hóteli (45 mín) og til baka kostar hvora leið um 200 pln/ 7 þús kr. |
| Fyrirlestur læknis (á ensku) | |
| Viðtalstími við lækni ef óskað er |
Skammt fyrir utan Gdansk í Póllandi er starfrækt heilsuhótelið Long Vita. Þúsundir íslendinga hafa síðan 2003 heimsótt hótelið reglulega sér til heilsubótar. Hvort sem farið er á eigin vegum, með öðrum eða í hópferð þá markmiðið alltaf það sama; Að setja heilsuna í fyrsta sæti.
Við mælum með að prófa þetta mataræði í 3 daga og sjá svo til með framhaldið. Mikilvægt er að muna eftir steinefnum/salti á þessu mataræði. Margir losna við verki og fara á góðan upphafsreit til að komast í sitt besta form.
Örlítið undir hitaeiningaþörf flestra til að létta sig.
Hreinn og hollur matur með góðri blöndu af prótíni, fitu og kolvetnum
Þú færð kærkomna hvíld frá amstri dagsins í fallegu umhverfi. Hollur matur hjálpar líkamanum að ná jafnvægi.
Hæfileg hreyfing, gönguferðir, hóptímar í leikfimi og sundleikfimi sniðið að þínum þörfum.
Ótakmarkaður aðgangur að gufu, laug og spa. Möguleiki á nuddmeðferðum sem draga úr verkjum.
Ég heiti Magnús Steindórsson og ég starfa sem húsamálari. Ég fór í þessa ferð til Póllands því ég var hreinlega búinn á því á líkama og sál. Vinnan mín er líkamlega erfið og ég fann að ég þurfti að gera eitthvað róttækt til að ná vopnum mínum aftur.
Þegar ég kom út á Long Vita hótelið kom það mér strax á óvart hversu mikil fagmennska ríkti þar. Þetta er ekki bara eitthvað dekurhótel; þetta er staður þar sem fólk fer í vinnu með sjálft sig. Aðstaðan er til fyrirmyndar, herbergin góð og umhverfið hvetur mann til að hreyfa sig og njóta náttúrunnar.
„Að þurfa ekki að pæla í innkaupum eða eldamennsku þýddi að líkaminn fór strax í gang“
Maturinn og dagskráin
Maturinn var einn af hápunktunum fyrir mér. Það að fá svona hollan og næringarríkan mat, án þess að þurfa að pæla í innkaupum eða eldamennsku, gerði það að verkum að líkaminn fór að vinna með manni strax á öðrum eða þriðja degi. Dagskráin er skipulögð þannig að þú ert með hreyfingu, nudd og spa-meðferðir sem vinna saman að því að tæma höfuðið og styrkja skrokkinn.
Árangurinn
Ég fór heim sem nýr maður. Ég missti nokkur kíló, en það sem skipti mestu máli var orkan sem ég fékk aftur. Ég var léttari á mér í vinnunni og andleg þreyta sem hafði fylgt mér lengi var einfaldlega horfin. Ég mæli með þessu fyrir alla sem finna að þeir eru komnir á „vegg“ í lífinu eða vinnunni. Þetta er ekki bara frí – þetta er raunveruleg fjárfesting í eigin heilsu og vellíðan. Ég ætla klárlega að fara aftur.
Magnús Steindórsson
Sendu okkur bókunarbeiðni og við hjálpum til að skipuleggja ferðina. Öllum beiðnum er svarað innan sólarhrings.
Heilsan.is er kynningar- og upplýsingasíða fyrir Long Vita. Heilsan.is starfar sem sjálfstæður kynningaraðili og milligönguaðili (agent). Öll kaup á þjónustu, gistingu og heilsuprógrammi fara fram milliliðalaust á milli viðskiptavinar og Long Vita og lúta lögum og reglum í Póllandi. Greiðslur eru inntar af hendi beint til Long Vita og lúta samningar og afbókunarskilmálar reglum hótelsins. Heilsan.is tekur ekki við greiðslum frá farþegum vegna gistingu eða ferða.
*Verð eru birt með fyrirvara um gengi og breytingar á verðskrá Long Vita. Verð miðast við að ferðast sé á eigin vegum (ekki hópferð) og flug er ekki innifalið.









Rúmgóð og þægileg íbúð þar sem allt er til alls.












