Heilsuferðir

Næsta ferð:

04. jan - 18. jan ´25

Í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura

Detox heilsuferð

Settu heilsu þína í fyrsta sæti með hvíld, endurnæringu og hreyfingu í heilnæmu umhverfi. Við höfum áratuga reynslu af heilsuferðum til Póllands þar sem meðal annars er boðið upp á detox mataræði sem Jónína Benediktsdóttir kynnti fyrst fyrir Íslendingum. 

Ummæli gesta:

„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Elskaði matinn, umhverfið og vinskapinn þið frábæra fólk. Takk fyrir yndislegar 2 vikur ❤️
                                        -I.B,49 
 ára

„Takk fyrir frábæra ferð í alla staði, þvílík upplifun, þekking, hlàtur og dugnaður. Ég er enn uppi í skýjunum💕 6,5 kíló farin og fullt af cm.“
                                       -Á. , 39 ára

Heilsa og vellíðan á heilsuhóteli

14 daga heilsumeðferð, aðstoð og stuðningur við að snúa þinni rútínu við á rétta braut í átt að hollara og kraftmeira lífi.

Upplifðu nýja orku, leyfðu verkjum og bólgum að hjaðna og matnum að næra þig til heilsu. 

Komdu með í fyrirbyggjandi heilsudaga á frábært spa-heilsu-hótel rétt fyrir utan Gdansk í Póllandi, þar sem hvíld, nudd, gufa, fræðsla, hreyfing, mataræði og gleði eru í öndvegi.

Hvíld, næring og hreyfing

Á hótelinu er dagskrá frá morgni til kvölds en það er engin skylda að gera allt sem þar er í boði. Það er alltaf val hvers og eins. Allar æfingar eru á því erfiðleikastigi sem hentar hverjum og einum. 

Frábærir þjálfarar eru á hótelinu, læknir, nuddarar og snyrtifræðingar. Allir opnir tímar með þjálfurum, aðgangur að spa þar sem er heitur pottur, sundlaug, gufa og innfrarauð gufa eru innifalin í verði ásamt sloppi í spa. Hótelið selur sjálft aðgang að sundleikfimi, nuddi og snyrtimeðferð.

Aufguss sána

Einstök 12 – 15 mínútna upplifun í gufubaði niður við vatnið. 

Athöfnin er leidd af gufubaðsmeistara sem notar tónlist, ilmkjarnaolíur og hitadreifingu með því að veifa handklæði eða blævæng. 

Áhersla er lögð á að skapa létta sviðatilfinningu á húðinni til að stækka svitaholurnar eins mikið og mögulegt er. Þannig næst sem bestur árangur við að fjarlægja eiturefni úr líkamanum. 

Eftir athöfnina er gott að kæla sig niður í vatninu en gott er að bíða í nokkrar mínútur eftir „gufu-athöfnina“.

Herbergi og verð í detox ferð:

Með fyrirvara vegna gengisbreytinga, verð fyrir janúar 2025

Standard

Verð: 290.000.

Standard einstaklings herbergi er með svölum þaðan sem útsýni er út á vatnið. 

Skógarhús

Verð 303.000.

Skógarhúsin eru staðsett nokkrum skrefum gegnt sjálfri hótelbyggingunni og mötuneyti þar sem ró er og næði. 

Mini apartment

Verð: 329.000.

Mini Apartment  eru talsvert stærri en standard herbergi og með glæsilegu útsýni.

Apartment Delux

Verð: 334.000.

Rúmgott herbergi með stóru baðherbergi og svölum með fallegu útsýni út á vatnið. 

Fleiri herbergi og verð hér:

Ummæli gesta:

Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Elskaði matinn, umhverfið og vinskapinn þið frábæra fólk. Takk fyrir yndislegar 2 vikur.“ 

„Takk fyrir frábæra ferð í alla staði, þvílík upplifun, þekking, hlàtur og dugnaður. Ég er enn uppi í skýjunum 6,5 kíló farin og fullt af cm.“    

„Það eru einhverjir töfrar við þennan stað sem lætur manni líða stórkostlega í þessar tvær vikur sem eru ráðlagðar.“

„Ég fann um leið ég steig þarna inn hversu þreyttur ég raunverulega var og þurfti mikla hvíld og að hlaða batteríin aftur. Smám saman fann ég kraftinn aftur og reis upp aftur endurnærður með góðum stuðningi.“

„Ég steinhætti að borða sykur eftir mína fyrstu 2ja vikna ferð. Fyrir utan orkuna sem ég fékk með hvíld, aukinni hreyfingu og betri næringu þá dró verulega úr verkjum. Hef ekki fengið mér sykur núna tveimur árum eftir að ég fór fyrst með ykkur.“

Á aðeins 14 dögum á heilsuhóteli færð þú:

√  Hámarks árangur á hollu grænmetis- og ávaxtafæði

√  Hreyfingu sem er hæfilega hönnuð fyrir þig

√  Endurnærandi nuddmeðferð

√ Aukið úthald, minni verkir, þyngdartap, betri svefn, aukin lífsgæði

√  Fullkomna afslöppun í spa-umhverfi

√  Stuðning og virka hvatningu til árangurs

√ Erum allan tímann á staðnum og aðstoðum fólk í meðferðinni.

 

Heilsuferð með Heilsugenginu á detox hótel í Póllandi.

Skelltu þér með okkur

Næsta ferð er 4. janúar - 18. janúar 2025. Sendu okkur tölvupóst á heilsuferdir@heilsan.is og skráðu þig núna með.