5 ástæður af hverju þú ert ekki að grennast

Af hverju í fjáranum náum við stundum ekki að grennast þó að við „borðum alltaf rétt“ og „hreyfum okkur mjög mikið“? Hér koma nokkrar ástæður sem taldar eru hamla gegn þyngdartapi:

Skortur á svefni

Þú þarft að minnsta kosti sjö tíma, samfelldan, svefn. Þessi rannsókn segir að það sé mjög erfitt að standast matarfreisingar daginn eftir lélegan svefn.  Rannsakendur frá King's College í London mældu 172 manns og komust að því að fólk, að meðaltali, borðar 385 kaloríur aukalega meira á hverjum degi ef það sefur undir sjö tímum á nóttu. Það safnast saman í spiki.

Lyf

Nokkrar tegundir lyfja geta orsakað þyngdaraukningu. Sterar og önnur lyf geta breytt efnaskiptum líkamans og gert þig svengri svo þú borðar meira en þú raunverulega þarft. Lyf geta lækkað hormón í líkamanum sem hafa áhrif á svengd og þú gætir því nartað meira.

Vatn

Vatnsdrykkja er nauðsynleg , og það eru auðvitað engar kaloríur í vatni. En, þegar þú klikkar á vatninu þá ertu líklegri til að grípa í sykraða drykki eða djúsa til að svala þorstanum. Þessir drykkir eru með helling af kaloríum og geta valdið þyngdaraukningu.

Hormónar 

Ójafnvægi í hormónastarfsemi getur líka við ástæða fyrir því að því að þú ert ekki að grennast.

Vanstarf í skjaldkirkli, öðru nafni skjaldvakabrestur getur hægt á efnaskiptum og valdið aukningu á þyngd. Ef þú hefur grunsemdir um slíkt skalt þú endilega láta lækni athuga með það.

Salt

Salt inniheldur ekki kaloríur heldur natríum sem binst vatni. Þess vegna, þegar þú borðar hangikjöt, eða mat með miklu saltinnihaldi, verður þú útþanin(n) og stutt í prumpið. Of mikill saltmatur gæti verið ein ástæða þess að þyngdin á viktinni þokast ekki niður. Fólk ætti helst ekki að neyta meira en 1tsk af salti á dag en neysla okkar er oftast miklu meiri en það þar sem salt er í alls konar matvöru, án þess að við höfum hugmynd um það.