Ert þú týpan sem hoppar skælbrosandi fram úr rúminu eða snúsar þú endalaust svo þú þarft að drífa þig fram úr á allra síðustu stundu og klæða þig-bursta-borða-kaffiþamba þig og hlaupa út – svo að segja á sömu mínútunni?
Við erum venjur okkar. Hvernig við stillum okkur af á morgnanna getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér hvernig spilast úr deginum og heilsu okkar. Hér koma sex ráðleggingar sem þær Lauren Blake við háskólann í Ohio og Astrid Swan, einkaþjálfari, miðla til lesenda sinna:
Dragðu gluggatjöldin frá þegar þú vaknar
Einfalt trikk, sem svínvirkar fyrir okkur hér á norðurhjara þegar birta tekur. Geislar morgunsólarinnar, ef hún mætir til okkar blessunin, hefur jákvæð áhrif á efnaskipti og bætir-kætir-hressir.
Gerðu mjúkar teygjur
Prófaðu að gera mjúkar teygjur þegar þú vaknar. Togaðu hné í átt að bringunni eða gerðu einfaldar jóga æfingar til að koma þér fram úr rúminu.
Borðaðu morgunmat sem kemur efnaskiptunum í gang
Þessi rannsókn sýnir sýnir fram á fylgni milli offitu og þess að sleppa morgunmat. Að borða morgunmat getur komið efnaskiptum í gang, bætt lund og geð og komið jafnvægi á blóðsykur, svo nokkuð sé nefnt. Bara nokkrar hugmyndir: Avocado á ristað brauð, ommeletta og spínat, grísk jógúrt með banana – og auðvitað vatn í sítrónu.
Skelltu þér á æfingu
Morgunæfing getur bætt þitt morgunfúla skap og keyrt upp efnaskiptin. Strax eftir æfinguna átt þú að vera orku- og afkastameiri yfir daginn.
Ekki gleyma að vökva þig
Þær blake og Swan mæla með að drekka sem jafngildir hálfs liters kókflösku af vatni á hverjum morgni. Rannsókn, eins og þessi, hefur sýnt að fólk sem þjáist af vökvaskorti brennir allt að tveimur prósentum minna af kaloríum í hvíld en þeir sem gera það ekki. Það er líklegra að þú finnir minna til svengdar þegar þú ert búin að drekka nóg vatn yfir daginn.
Taktu með þér nesti
Kannastu við máltækið: „Ef þú ert að klikka á að undirbúa þig þá ertu að undirbúa þig til að klikka.“ Hvaða millimál ætlar þú að fá þér í dag og hvenær? Planaðu daginn framundan og taktu með þér hollt nesti hvert sem þú ferð til að grípa í þegar hungurleikarnir byrja og þú þarft að hlaða þig aftur af orku.
—
Byggt á grein í Lifestyle, Fox news