fbpx

Æfingar fyrir sófadýr

Heimaleikfimi er heilsubót!

Játum það bara, það er oft miklu þægilegra að henda sér í sófann og slökkva á heilanum frekar en að rölta í ræktina eða gera eitthvað líkamlega erfitt. En nú er komin lausnin á því! Snillingarnir hjá buzzfeed.com hafa hannað æfingakerfi fyrir sófadýrin sem auðvelt er að gera á sama tíma og glápt er á nýjasta þáttinn af Game of Thrones.

Fox 2000 Pictures / Via mtv.com

Fox 2000 Pictures / mtv.com

Þessar æfingar hressa, bæta og kæta og þú getur algjörlega horft á hvaða þátt eða bíómynd í sófanum sem er án þess að fá vott af samviskubiti.

Mælt er með upphitun, til dæmis að ganga/skokka rólega á staðnum í nokkrar mínútur, áður en þessar æfingar eru gerðar, og teygjum í lokin.

1. Stattu upp úr og sestu aftur í sófann (20 sinnum)

Lauren Zaser / BuzzFeed

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Herptu magavöðva og haltu bakinu beinu
 • Láttu rassinn rétt snerta sófann áður en þú reisir þig aftur upp
 • Kreistu rasskinnar þegar þú kemur í upprétta stöðu

2. Sófa-armbeygjur (20 stykki)

Lauren Zaser / BuzzFeed

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Hafðu gott bil á milli þín og sófans
 • Axlarbreidd á milli handa
 • Gerðu æfinguna rólega, bringan á að snerta sófann

3. Banani-epla magaæfing

malli

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Byrjaðu eins og „banani“ með hendur fyrir aftan höfuð og lappir aðeins upp í loft
 • Beygðu hnén í átt að bringu og snertu ökklana til að líkjast „epli.“

4. Fótabeygjur (10 stk á hvorn fót)

Lauren Zaser / BuzzFeed

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Fremri fótur á að fara í 90 gráður
 • Beygðu þig, bein(n) í baki þar til aftara hnéð nemur næstum því við gólf

5. Rasslyfta (10 á hvorri hlið)

sofalyfta

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Herptu magavöðvana um leið og þú lyftir þér upp í beinni línu með löppinni sem er upp í loft
 • Kreistu rasskinnar saman þegar þú lyftir

6. Kálfalyftur (20 sinnum)

kálfar

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Ekki halla þér fram
 • Byrjaðu með iljar flatar á gólfi og þrýstu hælunum rólega upp og niður með því að standa á tánum.

7. Dýfur og spark (20 sinnum fyrir hvorn fót)

dipogkick

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Olnbogar eiga að vera sem næst 90 gráðum í neðri stöðu
 • Ýyu þér upp með handleggjum og teygðu á annarri löppinni beint fram

8. Lappalyfta (10 sinnum)

lappalyfta

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Haltu öxlum niðri en slakaðu á í höfði og hálsi
 • Andaðu inn þegar þú lætur lappirnar síga og ekki fetta upp bakið

9. Sófamalli (10 sinnum)

sofamalli

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Sittu á endanum á sófanum og hallaðu þér örlítið aftur
 • Notaðu hendur til að ná jafnvægi og ýttu mjóbaki lengra aftur í sófann
 • Herptu magavöðvana og hallaðu þér aftar um leið og þú réttir úr fótum

10. Hliðarplanki í 15 - 30 sekúndur fyrir hvora hlið

Lauren Zaser / BuzzFeed

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Settu olnbogann á brún sófans og hafðu axlir beinar
 • Reyndu að halda beinni líkamsstöðu
 • Réttu út höndina sem er fyrir ofan og haltu stöðunni

11. Skæri (20 sinnum)

Lauren Zaser / BuzzFeed

Lauren Zaser / BuzzFeed

 • Sittu á brún sófans, hallaðu þér örlítið aftur og spenntu hendur fyrir aftan höfuð
 • Haltu baki beinu og spenntu magavöðva
 • Hafðu lappir beinar þegar þú færir þær fram og til baka yfir hvor aðra, eins og þær væru skæri

12. Fagnaðu eins og Braddarinn!

Þú náðir þessu!  Gerðu fagn eins og Braddarinn og taktu aðra lotu (ef þátturinn í sjónvarpinu eða bíómyndin er ekki búin). Góða skemmtun!

Focus Features / ign.com

Focus Features / ign.com

 

--

Þýtt og endursagt: buzzfeed.com