Næring

Allt um ofurfæðuna avokadó

Avokadó er í uppáhaldi hjá mörgum, og það ekki að ástæðulausu. Þessar litlu grænu gersemar geta gert svo mikið til að bæta líðan okkar, frá toppi til táar. Hér eru nokkrar hugmyndir hvers vegna þú þarft að kynnast avokadó ávextinum betur:

1. Slakaðu á – avókadó fitar þig ekki.

Er eitthvað betra en avokadósallat með ljúffengri dressingu? Mynd: stocksnap.io
Er eitthvað betra en avokadósallat með ljúffengri dressingu? Mynd: stocksnap.io

Það er hellingur af góðri fitu í avokadó – sem er ekki fitandi. Ekki nema þú borðar baðkar af því. Slakaðu á. Fitan í avokadó er meðal annars sögð góð fyrir hjartað. Þessi kraftaverkaávöxtur slær á hungurtilfinningu og heldur manni mettuðum lengur, sem kemur í veg fyrir alls konar nammisvindl og rugl á milli mála.

2. Næringabomba

Avokadó er ofurfæða og næringabomba. Til viðbótar við „góða“ einómettuða fitu er avokadó gjörsamlega þjappað af næringarefnum til að hjálpa líkamanum við að vaxa, dafna og nærast. Í einu avokadó má meðal annars finna B- og E-vítamín, betakaroteníð, trefjar, andoxunarefni, fólínsýru, jurtanæringarefni og hollar einómettaðar fitusýrur.

3. Frábær langtímaáhrif á heilsuna

Hvað er svona merkilegt við alla þessa næringu í avokadó, hvaða þýðingu hefur það í raun fyrir okkur? Jú, það þýðir að mallinn verður mettaður lengur; heilinn fær nauðsynleg næringarefni til að vera frjór, ferskur og skapandi til lengri tíma og líkaminn fær þá næringu sem nauðsynleg er til að verjast hjartasjúkdómum; sykursýki, krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum.

Það sem meira er; öll þessi næringarefni í avokadó ásamt góðri fitu og trefjum geta hjálpað líkamanum að lækka LDL kólesteról á náttúrulegan hátt og hækkað góða HDL kolesterólið. Það getur komið jafnvægi á blóðsykur og minnkað bólgur í líkamanum. Þegar þetta allt þetta er haft í huga er auðvelt að sjá af hverju avokadó er sannkölluð ofurfæða.

4. Avocadó á diskinn minn

Avokadó passar vel með öðrum mat með sínu sérstaka rjómkennda bragði. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Prófaðu að bæta við hálfum avokadó í morgunbústið
  • Fáðu þér hálfa avokadó með eggjum á morgnana í staðinn fyrir ristað brauð eða morgunkorn
  • Prófaðu að smyrja avokadó á paleo brauð eftir æfingu eða sem millimál
  • Bættu við hálfri avokadó í hádeginu og þú verður nánast saddur/södd fram á kvöld!
  • Blandaðu avokado saman við kínóa, baunir og brún hrísgrjón
  • Blandaðu avokadó saman við sítrónusafa, vatn, eplaedik, kryddi og búðu til frábæra dressingu sem hentar með sallati, kjúklinga- og/eða fiskréttum
  • Bættu avokadó við hamborgara, kjúklinga- eða fiskrétti eða búðu til guacamole með límónusafa, pipar og hvítlauk

5. Rétt meðhöndlun

Mynd: stocksnap.io
Gott er að geyma avokadó ávexti, einn og einn í einu, í lokuðum bréfpoka með banana eða epli til að ná að þroska það á 2-3 dögum. Mynd: stocksnap.io

Það er betra að undirbúa sig örlítið áður en maður kaupir avokadó. Avokdadó-nördar mæla með því að fólk kaupi nokkur hörð eintök í einu og stjórni síðan þroska þeirra, einu og einu í einu, þegar á þeim þarf að halda. Vefsíðan avocadocentral.com er hafsjór af allskonar fróðleik um avokadó og þar er mælt með því að setja einn eða tvo óþroskaða avokadó með banana eða epli í lokaðan bréfpoka. Þetta á að hjálpa avokadóinu að þroskast eftir 2-3 daga.

Góð ráð:

1. Að kaupa avokadó:
Það skiptir engu máli hvort þú ætlar að kaupa lífrænt ræktuð avokadó eða ekki. Möguleg eiturefni komast ekki inn fyrir skelina.

2. Skarstu í avokadó áður en það náði þroska?
Ekki málið. Úðaðu bara sítrónusafa yfir það, pakkaðu því inn í álpappír og settu í ísskápinn í 1-2 daga. Ef það virkar ekki, skerðu þá avokadóið í búta og skelltu í blandarann fyrir næsta búst.

3. Rétt aðferð við að skera avokadó:
Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig þú skerð avokadó. Hin rétta aðferð er að skola fyrst skelina og þurrka vel. Skerðu svo langsum og taktu út steininn með skeið. Reyndu að flysja skinnið af ávextinum í stað þess að taka allt úr því með skeið. Þetta dökk-græna, sem er næst skelinni er næringaríkast og hollast. Reyndu að ná því og borða.

Þýtt og endursagt: foodmatters.tv