fbpx

Andvaka? Hér eru sjö ráð til að zzzofna.

Það kannast flestir við að vera andvaka. Að horfa upp í loft, bylta sér, hlusta á klukkuna tifa þangað til hún er orðin rúmlega 4 vitandi að það stefnir í þreyttan vinnudag að morgni.

Þetta er ömurlegur vítahringur. Því meira sem maður hefur áhyggjur af því að ná ekki nægjanlegum svefni, því meira aukast líkurnar á eirðarleisi í rúminu. Breski næringafræðingurinn Charlotte Watts, deilir áhugaverðum ráðum á heimasíðu sinni gegn andvökunóttum:

-Ekki fara á fætur

Leyfðu líkamanum að flæða aftur í svefn og forðastu að örva hann frekar. Ef þú virkilega þarft að fara á fætur, notaðu þá eins lítið ljós og þú getur.

-Snúðu við vekjaraklukkunni

Þetta er svona sálrænt trikk á sjálfa(nn) þig. Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað klukkan er þá þarftu ekkert að hafa áhyggjur af svefntíma sem þú ert mögulega að missa af.

-Njóttu hvíldarinnar

Njóttu þeirrar staðreyndar að þér líður vel og þú færð líkamlega hvíld. Það örvar bara heilann meira að þurfa að hugsa um klukkan hvað þú þarft að vakna.

-Minntu þig á að þú ert örugg(ur)

Slepptu tökunum á áhyggjum og kvíða og iðkaðu hugleiðslu, til dæmis núvitund („mindfulness“). Vertu ekkert að spá í það sem er að bögga þig þessa stund. Þú ert örugg(-ur) í hlýju rúmi og þessar áhyggjur eru út af einhverju sem þú getur ekkert gert við akkúrat núna.

-Fantaseraðu

Leyfðu hægra heilahvelinu að taka völdin og gefðu ímyndunaraflinu lausan taum.

-Prófaðu að hlusta á hljóðbók

Það gæti dregið úr kvíða og spennu að hlusta á orð annarra en þínar eigin hugsanir.

-Skrifaðu dagbók

Prófaðu að skrifa niður hugsanir þínar í dagbók ef þær æða áfram. Það gæti virkað til að draga úr áhrifum þeirra, og sumar gætu jafnvel verið meiriháttar góðar!

-Ef allt klikkar….

…þá má alltaf njóta lagsins Andvaka frá Júróvisionkeppninni 2012. Gjörið svo vel:

 

Unnið upp úr grein frá: Mail Online

 

Tengdar greinar

    heilsuferdir@heilsan.is