Besti maturinn til að grennast

Eftir því sem árin færast yfir verður erfiðara að halda kílóunum niðri. En nú koma nýjustu rannsóknir til bjargar sem gefa til kynna að ákveðið mataræði geti haldið fólki grönnu langt fram eftir aldri. Lausnin er ekki að telja kaloríur heldur frekar að vanda það sem er sett inn um munn og ofan í maga. Þrjár mismunandi kannanir, sem náðu yfir 16 ára tímabil, sýndu að fólk sem borðaði til dæmis mikið jógúrt, sjávarfang, kjúkling og hnetur grenntist yfir þetta tímabil á meðan þeir sem borðuðu meira af hvítu hveiti, kartöflum og nammi fitnuðu. Út frá þessu hefur verið ályktað að mikilvægast sé að neyta matar sem hækkar blóðsykurinn minnst.

Margir mæla með grísku jógúrti.

Jógúrt er sagt vera hollt eftir því sem árin færast yfir. Mynd: StockSnap.io

Það eru kannski engar nýjar fréttir að fiskur sé hollur en hann heldur okkur grönnum fram eftir aldri, segja nýjustu rannsóknir.

Það eru kannski engar nýjar fréttir að fiskur sé hollur en hann heldur okkur grönnum fram eftir aldri, segja nýjustu rannsóknir. Mynd: StockSnap.io

Kjúklingur er málið, fram eftir aldri. Mynd: StockSnap.io

Kjúllinn klikkar ekki. Mynd: StockSnap.io

Hnetur eru ómissandi. Mynd: Wikimedia Commons.

Hnetur eru ómissandi.
Mynd: Wikimedia Commons.

 

Heimild: American Journal of Clinical Nutrition og tímaritið iForm