Borðaðu færri kaloríur með þessum einföldu ráðum

Þitt nánasta umhverfi getur skipt meira máli en þú heldur varðandi matarvenjur þínar. Það gæti hjálpað að draga út hitaeiningum með því að auka meðvitund um hvernig bregðast eigi við í ýmsum aðstæðum.

Rannsókn, sem health.com vísar í, sýnir að að fólk borðar og drekkur minna þegar það klæðist rauðum fötum um kvöldmatarleitið. Sama rannsókn sýnir að fólk borðar meira þegar það klæðist bláum fötum. Þetta er talið vera vegna þess að rauður litur virkar eins og stöðvunarmerki. Önnur rannsókn komst að því að uppáhalds litur þinn – sem getur verið hver sem er - getur hvatt þig til að borða meira en þú þarft.

Lýsing við kvöldverðarborðið getur einnig skipt máli. Mild lýsing er afslappandi sem getur haft þau áhrif að þú borðar hægar. Maginn hefur þá tíma til að senda heilanum skilaboð um að þú sért mett(-ur). Það er engin tilviljun að skyndibitastaðir nota oftast bjarta lýsingu því hún hvetur viðskiptavini til að borða hraðar og meira af hitaeiningum.

Almennt gildir það að því færri sem truflanir eru, því betra. Það þýðir að vera ekki að góna á sjónvarp eða tölvu á meðan þú ert að borða. Rannsókn eftir rannsókn sýnir að gláp og annað dund á meðan borðað er eykur neyslu hitaeininga; narti og eykur líkamsfitu hjá fullorðnum og börnum.

Svangur að versla

Þetta getur líka átt við þegar þú ferð út að borða á veitingastað. Eftir því sem hópurinn sem þú ert með er stærri, því líklegra er að þú borðir meira. Þetta á alls ekki að þýða að þú eigir að loka á allt félagslíf og borða bara ein(n) eða með fáum útvöldum heldur að þú hafir í huga að skipuleggja matarvenjur þínar þegar þú ert í stærri hóp.

Rannsóknir hafa einnig staðfest af hverju þú ættir aldrei að versla mat á meðan þú ert svangur/svöng. Það sem þú sérð og lyktar af, eykur hungurtilfinningu og getur freistað þín yfir kaloríumarkið.

Það sem kemur kannski mest á óvart í þessum rannsóknum sem health.com vísar í er að ein leið til að borða minna er að leyfa þér að „detta í óhollustuna“ öðru hvoru. Ef þú algjörlega sveltir þig af öllu sukki getur það leitt til eins allsherjar sukks sem á góðri ensku kallast „binge.“ Og slíkt getur varað um langa hríð. Ef þú elskar ís, prófaðu að breyta umhverfi þínu þar sem þú borðar venjulega ísinn og sjáðu hvað gerist. Prófaðu að taka labbitúr út í ísbúð og borða ísinn, labbandi á leiðinni heim. Sjáðu hvaða áhrif það hefur.

Samkvæmt bandarískum heilbrigðisyfirvöldum gæti hjálpað að líta á mataræði í þessu samhengi:

  • Skoðaðu núverandi matarvenjur þínar. Hvað aðstæður í þínu lífi virkja löngun í tiltekinn mat?
  • Skiptu út þeim mat sem leiða þig til ofáts.
  • Styrktu stöðugt þessar breytingar þar til þær eru varanlegar.

 

____

Byggt á health.com