Ert þú ein(n) af þeim sem skóflar í þig matnum eins og þú sért við rásmarkið fyrir 100 metra hlaup? Þá þarft þú að lesa meira því þú gætir átt í hættu með að þróa með þér alvarlega sjúkdóma. Ef matnum er nánast kyngt niður í heilu lagi án þess að tennur fá að brjóta […]
Næring
Opnar þú ísskápinn eða dettur í nammiskálina um miðnætti? Hvernig stendur á því?
Klukkan er alveg að detta í tólf á miðnætti og þú ert nokkrar sekúndur frá því að skríða upp í rúm. Þá kemur allt í einu sterk þörf til að klára súkkulaðikexpakkann sem er í eldhúsinu eða síðustu pizzusneiðina sem einhver skildi eftir sig. Hvað gerðist? Og þú sem varst allan daginn í nánast fullkomnu […]
Borðaðu færri kaloríur með þessum einföldu ráðum
Þitt nánasta umhverfi getur skipt meira máli en þú heldur varðandi matarvenjur þínar. Það gæti hjálpað að draga út hitaeiningum með því að auka meðvitund um hvernig bregðast eigi við í ýmsum aðstæðum. Rannsókn, sem health.com vísar í, sýnir að að fólk borðar og drekkur minna þegar það klæðist rauðum fötum um kvöldmatarleitið. Sama rannsókn […]
5 ástæður af hverju þú ert ekki að grennast
Af hverju í fjáranum náum við stundum ekki að grennast þó að við „borðum alltaf rétt“ og „hreyfum okkur mjög mikið“? Hér koma nokkrar ástæður sem taldar eru hamla gegn þyngdartapi: Skortur á svefni Þú þarft að minnsta kosti sjö tíma, samfelldan, svefn. Þessi rannsókn segir að það sé mjög erfitt að standast matarfreisingar daginn eftir lélegan […]
Rappar um gúrku
Gúrkur eru meinhollar. Rapparinn Macka B spýtti þessu rappi um gúrkur út úr sér. Ljóð hans og flutningur fer nú sigurför um netheima: https://www.facebook.com/UNILADSound/videos/428506530826328/
Drekkur þú of mikið gos? Prófaðu þetta
Sykrað gos er eitthvað það versta sem þú getur sett í líkamann. Það veldur meðal annars hormónaójafnvægi sem gerir það að verkum að þú fitnar. Sykurlaust gos er líka jafn slæmt. Æ betur er að koma í ljós að sykurlausu gosdrykkirnir hamla boðefnaflutningi til heilans um að líkaminn sé mettur. Án þess að þú hafir […]
Hollur matur of dýr? Hér koma 13 hugmyndir að hollum mat sem kosta ekki of mikið
Lífrænt er dýrt. Sykurdrasl er ódýrt. Peningurinn er fljótur að fara ef maður vill vera hollur og velja réttu vörutegundirnar. Vandamálilð er að hollustan rífur í veskið. Það eru þó til einfaldar aðferðir við að halda kostnaði í lágmarki þegar kemur að hollustu. Hér fyrir neðan eru þrettán hugmyndir. Áður en að þeim kemur skulum við […]
Hvernig á að drekka vatn? Góð ráð um vatnsdrykkju
Hversu oft hefur þér verið sagt að drekka meira vatn? Mamma þín segir þér það; læknirinn, næringaþerapistinn, vinirnir og svo eru endalausar greinar í alls konar blöðum sem fjalla um regluna um að drekka 8 glös af vatni yfir daginn. Hvað er rétt og hvað er rangt í þessu? Skiptir vatnsdrykkjan svo rosalega miklu máli? […]
Hollt snakk fyrir þá sem hanga lengi í tölvunni eða PlayStation
Að sitja hreyfingarlaus rosalega lengi fyrir fram tölvu – eða liggja hálfskakkur/skökk uppi í sófa og spila tölvuleiki er ekkert sérstaklega hollt. Augu, bein, hjartað og heili geta hæglega orðið fyrir skaða. Auk þess að reyna að draga úr kyrrsetu við tölvu er gott að temja sér að hafa hollt snakk við höndina, til að […]
Andvaka? Hér eru sjö ráð til að zzzofna.
Það kannast flestir við að vera andvaka. Að horfa upp í loft, bylta sér, hlusta á klukkuna tifa þangað til hún er orðin rúmlega 4 vitandi að það stefnir í þreyttan vinnudag að morgni. Þetta er ömurlegur vítahringur. Því meira sem maður hefur áhyggjur af því að ná ekki nægjanlegum svefni, því meira aukast líkurnar […]
6 ástæður af hverju þú borðar of mikið
Matur er góður. Það er nú eiginlega fyrsta ástæðan fyrir því af hverju við borðum svo mikið af honum. Matur bragðast vel. Og stundum, alveg rosalega vel. Sumir eiga þess vegna erfitt með að finna hvenær nóg er komið. Tímaritið Man´s Health nefnir sex ástæður fyrir því af hverju við eigum það til að „detta […]
Hvaða bolla ertu? Hvað segir fitan til um lífstíl þinn?
Tengsl eru oft á milli líkamsbyggingar og lífstíls. Þessi einfalda skýringamynd ber saman sex ólíkar líkamsbyggingar. Passar einhver þeirra við lífstíl þinn? 1. Offita vegna matar Þetta er algengasta tegund offitu í heimi sem kemur vegna ofáts og of mikils sykurs. Til að grennast þarft þú að breyta mataræði, hætta að borða sykur og æfa […]