Dagskrá og matur

Endurnýjaðu líkama og sál með heilbrigðri dagskrá og næringarríku fæði

Í heilsuferðinni okkar leggjum við áherslu á jafnvægi á milli hreyfingar, slökunar og næringar. Dagskráin er sérsniðin til að hámarka vellíðan þína og hjálpa þér að endurnýja orkuna. Með fjölbreyttri dagskrá og hollum matseðlum getur þú valið það sem hentar þér best. 

Nordic walking gönguferð með heilsan.is í detox og heilsuferð í Póllandi.

Kraftganga í fallegri náttúru þjóðgarðsins. Lögð er áhersla á jafnvægi milli hreyfingar, slökunar og næringar.

Fjölbreytt dagskrá

Við bjóðum upp á daglega hreyfingu með þjálfurum og slökun sem styrkir líkama og sál. Þú getur valið úr fjölbreyttum hóptímum og notið augnabliksins í náttúru þjóðgarðarins sem hótelið stendur við. 

Dagskrá

  • Morgunsund og létt leikfimi
  • Heilsuganga í náttúrunni – nærandi fyrir líkama og sál
  • Pilates með æfingabolta – styrkir kjarnavöðva og jafnvægi
  • Styrktaræfingar – fyrir bak, rass og læri
  • Sundleikfimi – fyrir allan líkama
  • Slökunartímar – í spa eða með jóga teygjum

Pilates æfing fyrir styrk í kjarnavöðvum. 

Næring sem stuðlar að vellíðan

Við bjóðum þér holla valkosti fyrir hverja máltíð. Hvort sem þú ert að fylgja strangri hreinsun eða þarft meiri orku þá höfum við matseðil sem hentar þér. 

MáltíðirKaloríurFyrir hverja?
F/V600Ávextir og grænmeti. Mælt með fyrir þá sem vilja vera á detox/hreinsunarfæði.
F/V soðið600Soðið grænmeti og ávextir. Einnig mælt með fyrir þá sem vilja vera á detox/hreinsunarfæði
800 kaloríur800Meiri matur fyrir þá sem vilja meiri næringu og styrk.
1200 kaloríur1200Fyrir þá sem þurfa meiri orku yfir daginn.
2000 kaloríur2000Fyrir þá sem þurfa hámarksorku, t.d. vegna lengri dagskrár.
Exit máltíðir3-4 dögum fyrir brottför. Meiri fita og prótín til að venja líkamann.
Ávaxta- og djúsvalkostirHægt er að skipta út máltíð fyrir safa.
MáltíðavalHægt er að vera á sama matseðli yfir daginn eða að skipta á milli valkosta.
Næring og endurheimt í heilsuferð og detox í heilsuhóteli í Póllandi. Næringaferðir. Heilsuferðir. Heilsa og vellíðan í heilsudvöl. heilsan.is

Ferskt hráefni og fjölbreyttir valkostir í mataræði fyrir alla. 

Næstu heilsuferðir:

10-24. apríl 2025 Páskaferð
31-14. júní – Sumarferð
6-20. sept – Haustferð
15-29. nóv – Jólaferð

    Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar: 

    heilsuferdir@heilsan.is