Stundum er ekkert hlaupabretti nálægt en það er þó ekkert nauðsynlegt til að koma blóðinu á hreyfingu og brenna nokkrum kaloríum. Þú þarft engin hjálpartæki til að gera þessar æfingar, bara tíma, eigin líkamsþyngd og hvatningu til að halda þetta út til að sjá árangur fljótlega.
Þetta eru frábærar æfingar til að gera, til dæmis þegar veðrið er hundleiðinlegt og hvorki er hægt að fara út að hlaupa né koma sér í ræktina.
Byrjaðu með því að hita upp með því að ganga rólega á staðnum í nokkrar mínútur. Gerðu síðan þessar æfingar:
Háar hnélyftur:
Brandon Goodwin
Skokkaðu á staðnum og lyftu hnjánum hátt. Reyndu að ná þeim í 90 gráður og rétt snertu jörðuna áður en þú spyrnir þér aftur upp. Gerðu þetta 100 sinnum eða í 30 – 90 sekúndur (eftir formi).
Spark í rassinn
Brandon Goodwin
Alveg sama æfingin og á undan nema nú reynir þú að láta hælana koma við rassinn, án þess þó að meiða þig. Hreyfðu hendurnar fram og til baka eins og þú sért að hlaupa. Gerðu þetta 100 sinnum eða í 30 – 90 sekúndur (eftir formi).
Stjörnuhopp
Brandon Goodwin
Þessi leynir á sér. Ýmindaðu þér fæturna eins létta og þú getur þegar þú lendir og spyrntu þér upp frá gólfinu um leið og þú hreyfir hendurnar. Passaðu álag á mjóbak og hné. Ef þú vilt ekki fara í sitjandi stöðu vegna álags á mjóbak og hné getur þú gert standandi „sprellikall“ í staðinn fyrir þessa æfingu. Gerðu þetta 100 sinnum eða eins lengi og þú treystir þér til.
Hlaup á staðnum með gleiðar fætur
Brandon Goodwin
Kláraðu æfinguna með því að hlaupa á staðnum með gleiðar fætur, 100 sinnum fyrir hægri og vinstri. Hafðu hendurnar saman eins og sýnt er hér að ofan til að tryggja virkni allra vöðva.
Og hananú! Labbaðu í 1-2 mínútur (ekki setjast!) eftir þetta og endurtaktu lotuna. Taktu þinn tíma til að kæla þig niður og teygja vel eftir æfinguna. Þetta ætti að koma hjartanu í gang og brenna kaloríum!
—
Þýtt og endursagt: today.com