fbpx

Ertu alltaf þreytt(-ur) yfir daginn? Prófaðu þetta

Ef þér finnst þú vera þreytt(-ur) alltaf, alla daga, þá ert þú ekki ein(-n) á báti. Vestur í Bandaríkjunum er farið að tala um skort á svefni sem “public health epidemic” eða faraldur.  Í áhugaverðri grein í Huffington Post er rakið að síþreyta nútímamannsins er talin tengjast sjúkdómum eins og sjálfsofnæmi, ofvirkum skjaldkirtli, þunglyndi og blóðleysi. Það er kannski ekki skrítið að fólk er farið að teygja sig í kaffibollann klukkan þrjú að nóttu eftir langan vinnudag.

Það eru hinsvegar til náttúrulegar aðferðir til að auka við lífsorkuna svo hún sé jöfn yfir daginn og þú þreytist á heilbrigðan hátt þegar fer að kvölda:

Rétt kolvetni

Þreytan síðdegis kemur kannski af því að þér hundleiðist í vinnunni, en það er þó líklegra að hún sé vegna þess sem þú fékkst þér í hádegismat. Líkami þinn og heili þurfa mat sem orkugjafa en þegar flestar kaloríurnar sem þú tekur inn koma frá kolvetnum eins og brauði í samlokunni sem þú fékkst þér eða pastanu - þá gætir þú orðið syfjuð(-aður) klukkutíma síðar. Kolvetnin frásogast inn í blóðrásina nánast samstundis og þú setur þau inn fyrir varirnar. Strax á eftir kolvetnismat kemur hin frábæra blóðsykursbylgja með sinni þekktu hæð og lægð og þreytutilfinningu, sem margir þekkja. Kaloríur sem koma hins vegar frá trefjaríkum mat, fitu og próteini eru lengur að leysast upp í líkamanum og endast því lengur sem orkugjafi. Til að koma jafnvægi á orkustigið yfir daginn er þess vegna mælt með því að borða trefjaríkt grænmeti, kjúkling eða baunir og holla fitu eins og þá sem er að finna í avókadó og olíum.

B12

Jafnvel þó þú værir að borða vel yfir daginn og gættir að kolvetnunum þá gæti verið að þig skorti mikilvæg næringarefni. Ef þú ert dofin(-n) og dauf(-ur) þrátt fyrir hollt mataræði þá gætir þú prófað B12 vítamín. Margar grænmetisætur taka þetta vítamín sem er að finna í kjöti, fiski, kjúklingi og mjólkurmat.

Skelltu þér í yoga eða farðu í labbitúr

Það gæti virst mótsagnarkennt að aukin hreyfing hljóti að auka við þreytu, en svo þarf ekki að vera. Það þarf ekki að vera meira en örstuttur labbitúr, yoga-teygjur eða hugleiðsla til koma blóði og súrefni aftur af stað í líkama og til heilans án þess að þreyta þig. Næst þegar þú finnur til þreytu en þú þarft virkilega að vera vakandi, prófaðu þá að fara í röskan 10-20 mínútna göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir það. Það eru miklar líkur á að þú verðir talsvert hressari og meira vakandi. Þú gætir líka skellt þér í þessa klassísku yoga æfingu, hvenær og hvar sem er:

Slökun

Stress og kvíði getur verið ansi þreytandi. Það er eins og hugurinn sé þá að hlaupa maraþon. Gefðu huganum frí og hægðu á hugsunum. Það þarf ekki að vera svo erfitt. Prófaðu mismunandi hugleiðsluaðferðir sem henta þér best. Þú gætir til dæmis prófað að einbeita þér að andardrættinum og andað rólegar og hægar. Það gæti hjálpað þér að slaka á en jafnframt aukið við árverkni þína. Lokaðu augunum og taktu eftir útöndun og innöndun í nokkrar mínútur. Láttu hugann reika án þess að einbeita þér að neinu nema bara að anda í rólegheitunum.

Andaðu að þér fersku lofti

Þegar sófinn kallar, farðu þá frekar út í náttúruna. Nýleg rannsókn sem birtist í Journal of Environmental Psychology renndi stoðum undir þá tilgátu að fólk sé orkumeira úti í náttúrunni. Rannsóknin sýndi að fólk sem var bara 20 mínútur utan dyra upplifið sig meira vakandi en þeir sem voru sama tíma innan dyra. Virkni eins og rösk ganga, eða bara að taka til í garðinum getur aukið þessa tilfinningu. Rannsóknin sýndi einnig að það væri nóg að hreinlega ýminda sér að maður væri utan dyra í náttúrunni til að líða betur og fá aukna orku.

Farðu að sofa á sama tíma

Þú þarft að gefa líkama þínum og heila nauðsynlega hvíld til að endurhlaða sig yfir nóttina. Farðu fyrr að sofa ef þú snúsar oft á morgnanna eða vaknar eins og þér líður að þú hafir ekki hvílst nógu vel eða lengi. Þú þarft að ná að sofa í 7-8 tíma á hverri nóttu. Ef þú átt erfitt með að losa þig frá skjátímanum fyrir framan tölvu/sjónvarp/snjallsíma sem heldur þér vakandi - prófaðu þá að stilla vekjaraklukkuna í símanum til að minna þig á að hætta að horfa og fara að sofa.

Meira þessu tengt: Hrotur. Tímabundið ástand eða komnar til að vera?

Vertu með vatnsflöskuna nálægt

Og þegar við segjum vatnsflösku, þá erum við ekki að meina Coke Zero, Pepsi Max eða einhvern gosdrykk. Neibb, við meinum H2O. Gamla góða vatnið getur virkað eins og orkubomba. Bara örlítil þornun í líkamanum getur leitt til þess að þú finnur til þreytu og þú eigir erfitt með að einbeita þér. Hausverkur, doði og deyfð getur getur verið út af vökvaskorti. Stefndu að því að drekka átta stór glös af vatni á hverjum degi. Ef þú hreyfir þig reglulega gætir þú þurft að drekka meira vatn.

-Byggt á grein í Huffington Post.