Fékkstu þinn skammt af kalki í dag? Hætta á beinþynningu eykst með aldrinum

Eftir að konur ná 65 ára aldri, eða við breytingarskeiðið, dregur úr virkni líkamans til að nýta kalk úr mat. Þörf líkamans fyrir kalk eykst eftir því sem árunum fjölgar svo komast megi hjá beinþynningu.

Mælt er með að konur yfir sextugt taki 500 - 1000mg af kalki á dag til að hefta beinþynningu og að allar konur, yngri en sextugt, fái sem samsvari 800mg af kalki úr matnum á dag. Það gera til dæmis tvö glös af mjólk, tvær ostasneiðar og lítil jógúrt. Hæfileiki líkamans til að nýta kalk eykst einnig með því að fá d-vítamín frá sólinni og að borða fisk.

Eftir því sem árin færast yfir aukast líkurnar á beinþynningu.

Eftir því sem árin færast yfir aukast líkurnar á beinþynningu.

Heimild: American Journal of Clinical Nutrition.