Styrktaræfingar eru ekki bara fyrir þá sem sækjast eftir vöðvum og líta vel út í spegli heldur líka fyrir hlaupara. Þær geta aukið form og úthald, hindrað meiðsli og bætt hlaupametið. Hér koma fimm bestu styrktaræfingarnar fyrir hlaupara sem stjörnuþjálfarinn Holly Perkins hefur sett saman fyrir lesendur ACTIVE.com. Gott er að gera þessar æfingar að minnsta kosti tvisvar í viku:
1: Gangandi hnébeygjur með lóðum
Þessi æfing styrkir alla vöðva sem verða fyrir álagi í hlaupum. Að ganga með lóð styrkir líka grunnstöðugleika líkamans sem dregur úr líkum á álagsmeiðslum:
2: „Back-Squat“
Hægt er að gera þessa æfingu með eða án lóða. Hún hjálpar við að styrkja lappir og magavöðva:
3: „Deddur“
Sögnin „að Dedda“ þekkja núorðið flestir líkamsræktanördar en hér kemur æfingin skemmtilega sem styrkir bæði aftanverð læri og rassvöðva, sem eru sjaldnast nógu sterkir hjá hlaupurum:
4: Sitjandi niðurtog með stöng
Styrkir efri hluta líkamans og eflir alhliða styrk:
5: Standandi „Dedda“ á annarri löpp:
Þessi æfing leynir á sér og eykur bæði jafnvægi og styrk. Hún styrkir mjaðmir, rass og vöðva í kringum hné:
—
Heimild: Active.com