Fríið er nákvæmlega þetta: frí. Ekki til að djöflast í alls konar veseni og stressi. Hér koma fjögur góð ráð hvernig hægt er að hámarka afslöppun og eiga stress-frítt frí:
- Slakaðu á. Hljómar einfalt, en reyndu bara. Það er því mun meira mikilvægara að þú náir góðri slökun í fríinu eftir því sem stress þitt er meira dags daglega. Ef líf þitt er mjög annasamt og fullt af stressi er ekki endilega góð hugmynd að fara í frí sem krefst mikillar hreyfingar og orku. Taktu algjört FRÍ – líka frá praktískum hlutum heima við. Prófaðu að fara í frí án þess að gera nein plön eða dagskrá og sleppa algjörlega takinu á útkomunni.
- Miðaðu væntingar við þann sem þú ferð í frí með. Það er alltaf betra að allir meðlimir fjölskyldunnar séu upplýstir um hvers konar frí er í vændum og hvað eigi að gera í því. Þetta snýst um væntingastjórnun og að komast hjá mögulegu rifrildi og nöldri í fríinu sem getur skapað stress. Ef fara á í fjölskylduferðalag er gott að plana dagskrá fyrir börnin en það er einnig mikilvægt að það verði rými fyrir alla aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir geti gert það sem þeir vilja.
- Slökktu á sjónvarpinu og tölvunni og settu símann á silent. Fjölskyldufrí er tími samveru til að skapa nánd með þeim sem manni þykir vænt um. Sítenging við internetið skapar fjarlægð. Tíminn líður hratt á þráðlausri öld – og skyndilega er fríið búið án þess að sítengt internetfólk nær að slaka á.
- Taktu þriggja vikna, óslitið, frí. Sumarfrí eru mikilvæg vegna þess að þetta eini tími ársins þar sem við höfum möguleika á að komast í burtu frá rútínu hversdagsins. Þess vegna er mikilvægt að fríið verði óslitið í þrjár vikur í stað þess að slíta það í sundur með því að vinna inn á milli. Það verður ekkert raunverulegt frí úr því. Það tekur tíma að venja sig á að slaka á og að hlaða batteríin.
Unnið upp úr grein úr tímaritinu iForm