Frisbígolf er nýjasta æðið

Gaman er að fylgjast með þeirri miklu uppsveiflu sem er í frisbígolfi hér á landi. Allir geta stundað þessa íþrótt, á hvaða aldri sem er, nánast á hvaða árstíma sem er. Vinsælustu vellirnir eru gríðarlega mikið sóttir en á bestu dögunum eru spilarar á hverjum teig. Fara þurfti í framkvæmdir á teigum og grínum á Klambratúni nýverið vegna mikillar notkunar, að því er fram kemur á vef íslenska frisbíbolfsambandsins.

Mikill áhugi er hjá sveitarfélögum að setja upp frisbígolfvelli í sinni heimabyggð enda er þetta ódýr og einföld leið til að auka fjölbreyttni í afþreyingu fyrir íbúa. Auk þess stuðlar frisbígolf að aukinni hreyfingu og auðvitað lífsgleði.

Sjö nýir frisbígolfvellir bættust við þá nítján sem fyrir eru á landinu í sumar. Þeir eru á Egilsstöðum, Akureyri (Glerárþorp og Eiðsvelli), á Húsavík, í Bolungarvík, á Seltjarnarnesi og í Seljahverfi í Reykjavík (hjá Ölduselsskóla).

Hér kemur skemmtileg kynning á frisbígolfi: