Frjókorn falla - á allt og alla

Nefrennsli byrjar á vorin með tilheyrandi svima og hnerra. Misjafnt er á milli ára hvenær ofnæmissjúklingar þurfa á vera varðbergi fyrir frjókornunum og hefur það mest að gera hversu mildur eða harður veturinn á undan hefur verið.

Frjókorn: Bestu ráðin gegn frjókornaofnæmi eru:

  • Ekki dvelja of lengi á staðnum þar sem þú ert næmust/næmastur fyrir ofnæmi; svo sem á skrifstofu, í svefnherbergi, eða í garðinum
  • Þurrkaðu þvott innandyra
  • Ekki hafa of marga glugga opna í einu, það er óþarfi að hleypa öllum frjókornunum inn
  • Haltu þig sem lengst frá þeim trjám og runnum sem valda þér ofnæminu
  • Fylgstu með frjótölumælingum á vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands
  • Gættu að þú eigir nóg til af ofnæmislyfjum til vonar og vara til að halda niðri verstu köstunum þegar og ef þau koma
Leitarorð:frjókornofnæmi