fbpx

Ganga í korter á hverjum degi getur breytt miklu

Rannsóknir Harvard háskóla leiða í ljós að göngutúrar, sem telja samtals 14 kílómetra á viku, minnka líkur á ótímabæru dauðsfalli um 22%, draga úr hættu á kransæðasjúkdómi um 18% og minnka líkur á heilablóðfalli um 34% Þetta kemur fram á Mindwaft.

15 mínútna ganga, eða lengur, á hverjum degi getur bætt 7 árum við líf þitt. Ef þú ert komin með leið á sömu æfingunum í ræktinni, af hverju ekki að byrja að taka 15 mínútna labbitúr í hádeginu eða eftir kvöldmat?

Hér eru kostir þess að ganga í 15 mínútur á hverjum degi:

Bætir, hressir, kætir

Án þess að þú endilega áttar þig á því þá getur regluleg ganga bætt skap þitt og geð. Að komast í snertingu við náttúruna, svo ekki sé talað um d-vítamín sólar, þó ekki nema í korter, léttir lund, eykur jákvæðni, gleði og styrk og orku.

Eflir sköpunarkraft

Regluleg ganga eykur skapandi innblástur að meðaltali um 60% meira en þú situr kyrr. Að ganga í korter getur hjálpað heilanum að finna óvæntar, skapandi hugmyndir með því að prófa margar hugsanlegar lausnir.

Skerpir á heilastarfsemi

Ganga getur örugglega haft áhrif á starfsemi heilans og hægt á öldrun.

Bætt minni

Regluleg ganga getur bætt minnið. Mundu að besta aðferðin við að ganga reglulega, svo göngutúrinn verði hluti af lífstíl þínum, er að ganga á þeim hraða sem þér líkar.

Tengsl við náttúruna

Ganga í náttúrunni getur dregið úr einkennum þunglyndis og depurðar og ætti að gera þér kleift að finna til fyrir meiri slökun og endurnýjunar.

Þú þarft bara að taka 15 mínútur frá daglegri iðju þinni til að ganga á þínum, jafna hraða. Reyndu að njóta ferðarinnar. Það ætti að bæta þitt geð og líkamlegt form.

___

Byggt á Mindwaft.com

Af hverju þú ættir að ganga frekar en hlaupa til að grennast:

Tengdar greinar

    heilsuferdir@heilsan.is