Hvað veldur fíkn – í allt frá kókaíni til snjallsímanotkunar? Og hvernig getum við sigrast á fíkninni? Að refsa sjúkum fíklum og einangra þá er aðferð sem hefur runnið sitt skeið, fullyrðir Johann Hari í þessum mjög svo áhugaverða fyrirlestri frá ted.com sem farið hefur víða um netheima að undanförnu. Hann hefur rannsakað fíknir og meðferðir við þeim út um allan heim og kemst að óvæntri niðurstöðu sem vekur vonir. Fyrirlestur sem enginn má missa af!