Ert þú ein(n) af þeim sem skóflar í þig matnum eins og þú sért við rásmarkið fyrir 100 metra hlaup? Þá þarft þú að lesa meira því þú gætir átt í hættu með að þróa með þér alvarlega sjúkdóma.
Ef matnum er nánast kyngt niður í heilu lagi án þess að tennur fá að brjóta hann niður er hætta á að það komi niður á heilsunni.
Það er vondur ávani að horfa á sjónvarp eða gera eitthvað annað á meðan verið er að borða. Gott er að venja sig á að borða, gera nákvæmlega ekkert annað en það, tyggja matinn vel og vera meðvituð/meðvitaður um hvað er að gerast þá stundina.
Hér koma nokkrar góðar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að hætta að borða hratt.
Ofát
Ef þú borðar of hratt þá tekur þú líklega ekki eftir hversu mikið þú ert að raða ofan í þig og endar með að borða meira en þú þarft í raun. Ofát leiðir til þyngdaraukningar og slæmrar heilsu. Heilinn hefur ekki tíma til að meðtaka að nóg sé komið þegar borðað er hratt sem þýðir að miklu fleiri kaloríum er troðið í líkamann en þörf er fyrir.
Offita
Algengasta vandamál þeirra sem borða of hratt er offita. Fólk sem glímir við offitu kennir gjarnan lélegu mataræði um og skorti á hreyfingu. Sannleikurinn er þó sá að í mörgum tilfellum gleymir fólk í ofþyngd að tyggja matinn vel og endar með að borða meira en það þarf. Ef þú borðar of hratt reyndu eins og þú getur að hægja aðeins á, tyggja betur matinn og leyfa þér að finna fyrir muninum.
Meltingatruflanir
Fólk sem borðar of hratt gleypir matinn án þess að tyggja hann nógu vel. Til að kyngja sem hraðast drekkur það oft vatn eða gosdrykk með. Þetta gerir ekkert annað en að hindra að maturinn meltist almennilega og viðkomandi verður bumbult, útþanin(n) og með meltingatruflanir.
Sykursýki
Blóðsykurinn rýkur skyndilega upp þegar þú borðar of hratt. Slíkt getur leitt til insúlínónæmis. Eins og við vitum þá leiðir insúlínónæmi til hærri blóðsykurs, sem almennt nefnist sykursýki.
Efnaskiptaheilkenni (metabolic syndrome)
Insúlínónæmi er tengt efnaskiptaheilkenni (metabolic syndrome) sem eykur ekki aðeins hættuna á því að þróa sykursýki heldur einnig hjartasjúkdóma og heilaslag. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeir sem borða hratt hættir til að vera með bumbu og lágt HDL kólesteról gildi.
Ágætt ráð, áður en byrjað er að borða er að loka augunum og syngja með Tayolor Swift í þessu ágæta lagi:
Byggt á grein Pinkvilla.