Hjartastyrkjandi pizza

Samkvæmt tímaritinu Men's Health hafa rannsakendur við European Journal of Clinical Nutrition komist að því að pizza getur verið hollur matur. En áður en þú tekur upp símann - eða appið - og pantar þér pizzu strax við þennan lestur þá er hér verið að tala um alvöru pizzur; ekki frosna draslið í búðunum og ekki þær sem skyndibitakeðjurnar matreiða. Þegar talað er um alvöru pizzur er átt við þær sem eru heimatilbúnar, gerðar úr alvöru skorpu; lífrænni tómatssósu og olífuolíu.

Vísindamenn, sem rannsökuðu matarvenjur fjögur þúsund ítali í um fjögur ár, komust að því að pizzuát getur dregið úr líkum á hjartaáfalli. Þeir sem átu pizzu að minnsta kosti einu sinni í viku voru um 30% ólíklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem borðuðu aldrei pizzu.

Þetta er rakið til hversu olífuolía og tómatssósa hefur góð áhrif á hjartastarfsemi.

Hægt er að gera pizzuna ennþá hollari með því að hafa á henni grænmeti, kotasælu og skorpu úr heilhveiti.

Þetta er oftast ekki hægt að fá á hefðbundnum pizzastöðum en hráefnið er hægt að kaupa í betri matvöruverslunum. Njóttu þess að búa til þína eigin, holla pizzu og fáðu fjölskylduna þína með í stemninguna við pizzugerðina. Ekki gefa tommu eftir við að setja næringuna í fyrsta sæti! 

Ef allt klikkar - þá má bara skella sér á David´s Pizza og sjá hvað gerist:

Hollast að hafa með á pizzunni:

Tómatssósa
Ostur
Ansjósur og túnfiskur
Spínat og annað grænmeti
Hvítlaukur