Að sitja hreyfingarlaus rosalega lengi fyrir fram tölvu – eða liggja hálfskakkur/skökk uppi í sófa og spila tölvuleiki er ekkert sérstaklega hollt. Augu, bein, hjartað og heili geta hæglega orðið fyrir skaða.
Auk þess að reyna að draga úr kyrrsetu við tölvu er gott að temja sér að hafa hollt snakk við höndina, til að fá sem mesta næringu yfir daginn. Neðangreindar fæðutegundir innihalda næringarefni sem vernda og styrkja augu, heila, hjarta og bein. Mælt er með því að hafa þessar fæðutegundir ekki of langt frá tölvumúsinni og fjarstýringunni til að hámarka hollustu á meðan spilaður er tölvuleikur eða hangið er í tölvu.
Fiskur (til dæmis harðfiskur)
Egg
Gulrætur
Spínat
Tómatar
Avocado
Hnetur og fræ
Grænt te

Japanir lifa þjóða lengst og drekka grænt te - sem þeir kalla „Ocha“ - í nánast öll mál. Það er sagt vera gott fyrir starfsemi hjartans og stuðla að andoxun fruma í líkamanum.
Vatn
...listinn er ekki tæmandi. 🙂