Hollur matur of dýr? Hér koma 13 hugmyndir að hollum mat sem kosta ekki of mikið

Lífrænt er dýrt. Sykurdrasl er ódýrt.

Peningurinn er fljótur að fara ef maður vill vera hollur og velja réttu vörutegundirnar. Vandamálilð er að hollustan rífur í veskið.

Það eru þó til einfaldar aðferðir við að halda kostnaði í lágmarki þegar kemur að hollustu. Hér fyrir neðan eru þrettán hugmyndir. Áður en að þeim kemur skulum við skilgreina hvað við eigum við með hollum mat:

 • Prótein. Byggingarefni vöðvana, fyrir styrk.
 • Fita. Jafnvægi í inntöku af omega 3, 6 og 9.
 • Grænmeti. Alls konar, í alls konar litum, trefjaríkt.
 • Ávextir. Fullt af vítamínum,
 • Vatn. 1 líter fyrir hverjar 1000 kaloríur sem þú brennur.
 • Heilhveiti. Hafrar, brún hrísgrjón osfrv.

Hér koma hugmyndirnar:.

 1. Skiptu yfir í vatn. Hættu gosþambi. Vatn er hollara og ódýrara. Taktu með þér vatnsflösku, hvert sem þú ferð.
 2. Drekktu bara vatn úr krananum. Af hverju að kaupa vatn í flöskum þegar hægt er að skrúfa frá krananum?
 3. Borðaðu egg. Fínn morgunmatur með fullt af vítamínum, próteini og eru ódýr. Ekki trúa áróðri um að egg hækki kólesteról. Egg eru fín.
 4. Borðaðu fituríka máltíð. Kjöt með fitu er ódýrara en kjöt með minni fitu, og oft bragðbetra og hollara. Fita er góð og gerir þig ekki feita(-nn). Of margar kaloríur hlaða á aukakílóum. Mundu að halda jafnvægi í inntöku á omega, 3,6 og 9.
 5. Frosið grænmeti. Ódýrt, hollt, einfalt að elda. Hægt að kaupa helling af þessu og geyma í frysti. Fersk eru betri en frosin eru fín líka, og oft ódýrari.
 6. Fáðu þér fjölvítamín. Skordýraeitur sem búið er að spreyja á grænmeti og ávexti, draga úr vítamínum og þar með hollustu þess – nema þú kaupir lífrænt. Ef þú hefur ekki efni á lífrænum ávöxtum og grænmeti, fáðu þér þá ódýrt fjölvítamín í staðinn.
 7. Fiskiolía. Þú færð omega 3 úr Lýsi og fiskiolíu sem er talin draga úr kólesteróli og minnka bæði líkamsfitu og bólgur. Þú þarf að borða fituríkan fisk þrisvar í viku til að ná þessum áhrifum. Það eru ekki allir sem ná því. Taktu eina matskeið af Lýsi á morgnana og ekkert væl. Málið dautt.
 8. Gerðu magnkaup. Hugsaðu fram í tímann og planaðu máltíðir í magnkaupum. Sparaðu bensín með færri ferðum í Bónus. Keyptu þér stóran frysti og fylltu hann af fiski, kjöti og grænmeti.
 9. Verslaðu bara á einum stað Kannski er ein verslun með ódýrar kjöt þennan daginn en önnur, þessi verslun með ódýrara grænmeti og sú þriðja með ódýrar fisk. Veldu frekar eina búð sem gefur þér góð verð og gerðu öll matarinnkaupin þar. Sparaðu þér bensíndropana og tíma og ekki flækjast á milli margra búða. Tími er peningur.
 10. Gerðu áætlun. Gerðu lista yfir það sem þú þarft til að borða þig saddann. Aldrei verða of svangur/svöng. Keyptu það sem þú þarft og farðu eftir listanum. Ekkert vera að draga maka þinn eða krakkana með þér í búðina. Keyptu bara það sem þú þarft og komdu þér út. Kviss-bang-búmm!
 11. Taktu með þér nesti í vinnuna. Hefur þú reiknað hversu mikið þú eyðir í mat sem þú kaupir yfir daginn? Byrjaðu daginn á að búa til nesti. Vaknaðu fyrr og fáðu þér hollan morgunat (til dæmis hrærð egg). Gefðu þér hálftíma til að matreiða nesti til að taka með þér. Eyddu þar með áhyggjum af því hvað þú ætlar að borða yfir daginn.
 12. Borðaðu minna. Þetta er augljóst ráð. Þú lækkar kostnað með því að borða minna. Fáðu þér minni skammta og borðaðu sjaldnar en vertu saddur/södd. Einfalt ráð til að spara pening.
 13. Ekki kaupa ruslmat. Hættu að kaupa rusl sem er óhollt og dýrt. Ódýr ruslmatur skaðar þig til langs tíma og kostar þig og þína heilsu miklu meira, ef þú pælir í því.

__
Byggt á getrichslowly.org