Tengsl eru oft á milli líkamsbyggingar og lífstíls. Þessi einfalda skýringamynd ber saman sex ólíkar líkamsbyggingar. Passar einhver þeirra við lífstíl þinn?
1. Offita vegna matar
Þetta er algengasta tegund offitu í heimi sem kemur vegna ofáts og of mikils sykurs. Til að grennast þarft þú að breyta mataræði, hætta að borða sykur og æfa í minnst hálftíma á dag.
2. Offita vegna óróleika í maga
Offitan er vegna stress, kvíða og þunglyndis. Þeir sem eru með þessa líkamsbyggingu leita oft í nammi. Það besta sem þú gerir er að ná stjórn á álagi og stressi og að hreyfa þig meira.
3. Glúten-offita
Þessi tegund af offitu er algengust hjá konum í kringum tíðarhvörf. Mikilvægt er að forðast kyrrsetu um of og halda sig frá víni og reykingum. Æfðu með lóðum.
4. Offita vegna efnaskipta
Fólk með uppblásinn maga safnar einnig á sig fitu. Flestir sem eru svona drekka of mikið áfengi, þjást af einhverjum líkamlegum vandamálum og/eða öndunarerfiðleikum.
5. Offita vegna blóðflæðis
Þetta er arfgengasta tegund offitu. Hún kemur oft við meðgöngu hjá konum og hjá þeim sem þjást af bólgum í stoðkerfi. Einfaldasta ráðið við þessu eru æfingar sem auka þol.
6. Offita vegna óvirkni
Þessi tegund af offitu kemur fram á þeim líkamshlutum sem áður voru virkir og í þjálfun. Til að sporna gegn þessu er mælt með hreyfingu og að svelta sig ekki. Efnaskiptin eru oftast hröð hjá þeim sem eru svona byggðir og brennslan há.
—
Þýtt og endursagt frá vetallt.se