Það er alltaf skemmtilegt að taka sér smá hlé til að taka skemmtileg persónuleikapróf. Það er ekki séns á bens að það beri að taka þetta alltaf háalvarlega, en það gæti verið gaman að deila niðurstöðum okkar með öðrum og bera saman.
Þessar skyggnur hér að neðan hafa verið á netinu í mörg ár og kannski hefur þú rekist á þær áður. Ein sú elsta er önd-kanína bandaríska sálfræðingsins Joseph Jastrow. Hann notaði myndina til að vekja athygli á að skynjun snýst ekki bara um það sem augun sjá, heldur einnig um andlega virkni. Það sem við skynjum er í raun túlkun heila okkar á fyrri reynslu um þær upplýsingar sem augun nema.
Hér eru fljótleg próf til að sjá hvernig heilinn þinn vinnur og hvernig persónuleiki þú ert:
Þú bregst líklega við aðstæðum af miklum tilfinningahita og ástríðu ef það fyrsta sem þú sást voru tvær konur sem snúa að hvor annarri. Þú tekur skynsamlegar ákvarðanir út frá rökhugsun ef þú sást þrjá marmara súlur.
Ef það fyrsta sem þú sérð á þessari mynd er hundur með löng eyru þá er líklegt að þú klárir þín verkefni án þess að þurfa mikla leiðsögn. Þú vinnur best þegar þú ert þinn eigin yfirmaður. Ef þú sást tvo ketti fyrst, þá er líklegt að þú þrífist best með því að fá leiðsögn og ramma utan um verkefni. Þú þrífst illa þar sem er óskipulag og of mikið frjálsræði.
Þessi er lengi búin að vera á netinu. Ef þú sást tvö andlit sem halla sér að hvort öðru þá er líklegt að þú lærir af þinni eigin reynslu og vinnubrögðum. Ef þú sást glas fyrst þá ertu líklegri til að læra með því að fá kennslu frá öðrum.
Þetta er áðurnefnda önd-kanínu mynd sem eignuð er bandaríska sálfræðingnum Joseph Jastrow. Fólk sem hefur tilhneigingu til að láta hugann reika, ef það verður ekki fyrir nægilegri örvun í umhverfi sínu, er líklegra til að sjá kanínu fyrst. Fólk sem getur haldið einbeitingu, jafnvel þegar það hefur nákvæmlega engan áhuga á því sem er að gerast, er líklegra að sjá öndina fyrst.
Hér er önnur klassík. Fólk sem sér unga konu sem hallar höfðinu eilítið hefur fjörugt ímyndunarafl sem getur skemmt sér í margar klukkustundir bara með því að vera í eigin höfði. Ef þú sást gamla konu hefur þú tilhneigingu til að vera með báðar fætur fasta á jörðinni og vera mjög raunsær einstaklingur.
Þar hefur þú það! Hvernig gekk þér? Varstu hissa á árangri þínum? Deildu þessari grein með þeim sem þú heldur að hafi jafn gaman af þessu og þú.
___
Þýtt og stílfært frá Healthy holistic living.