Vandræðalegir eða ástríðufullir, skiptir ekki máli. Kossar eru hollir. Prófaðu bara.
Ertu blúsaður/blúsuð? Búið að vera stress undanfarið? Mikið að gera í vinnunni og börnin of aðgangshörð? Hallaðu þér að maka þínum, lokaðu augunum og farðu í góðan sleik. Sjáðu hvað gerist.
Nú er búið að sýna fram á – allavegana á hinu áreiðanlega interneti – ótvíræða sönnun þess að kossar geti beinlínis verið hollir:
- Kossar viðhalda unglegu útliti. Rannsóknir hafa sýnt að kossar virkja, tóna og styrkja 30 mismunandi andlitsvöðva. Kossar eru „sexy workout“ fyrir kinnar og herðir vöðva í kringum hökuna.
- Kossar draga úr ofnæmi.Framleiðsla á histamíni getur dregist saman á meðan hálftíma kossaflensi stendur og þar með dregið úr hnerrum og nefrennsli. Næst þegar þú ert á leiðinni að fá ofnæmiskast, prófaðu að teygja þig frekar eftir þeim sem þú vilt hels kyssa – í stað þess að teygja þig eftir snýtupappír.
- Kossar hreyfa blóðið.Þú þarft ekki að hendar þér úr flugvél í fallhlíf eða labba á kolum til að fá adrenalínkikkið. Vertu örugg(-ur) og fáðu þér heitan koss í staðinn. Adrenalínið pumpast upp, blóðið flæðir ört um líkamann og blóðþrýstingur og kólesteról lækka.
- Kossar eru eins og inflúensusprauta. Varirnar mætast og mynda mótefni sem berjast gegn bakteríusjúkdómum. Miklu skemmtilegra en að fá sprautunál í höndina.
- Kossar eru afslappandi. Þú þekkir þetta þegar þú færð þér sykur – eins og þú sért fljótandi á skýi í smá stund. Kossar hafa sömu róandi og „feel-good“ áhrif.
- Kossar gefa þér heilbrigðari tennur. Jæja – allt í lagi – þetta eru kannski eilitlar ýkjur. Óheilbrigðar sýrur, sem valda tannskemmdum, geta orðið óvirkar þegar munnvatn úr tveimur einstaklingum blandast saman.
- Kossar hjálpa þér að lifa lengur.Pör sem kyssast áður en þau halda til vinnu á morgnanna lifa fimm árum lengur en pör sem gera það ekki. Og ekki lýgur internetið.
- Kossar brenna kaloríum. Þú getur brennt 6 kaloríum á mínútum með því einu að kyssast. Fáðu þér ís í eftirrétt á stefnumótinu, og langan sleik á eftir, algjörlega samviskubitslaust. 🙂
Lummurnar, og síðar Raggi Bjarna og Ellen Kristjáns, eru algjörlega með þetta: