Fyrri haustferð: 19. september - 3. október 2024

Seinni haustferð: 3. október - 17. október 2024

Á aðeins 14 dögum færð þú:

√  Hámarks árangur á hollu grænmetis- og ávaxtafæði

√  Hreyfingu sem er hæfilega hönnuð fyrir þig

√  Endurnærandi nuddmeðferð

√  Fullkomna afslöppun í spa-umhverfi

√  Stuðning og virka hvatningu til árangurs

 

Hvernig myndi þér líða ef...

…þú gætir misst nokkur aukakíló (karlar missa oft 8-10kg, konur oft um 3-9kg) á aðeins 14 dögum? Fötin verða rýmri, streitan minnkar, svefninn batnar og þú færð aukinn kraft og meiri lífsgleði í hópferð með Heilsugenginu.

Segðu bless

  • Við nammi
  • Við snakk
  • Við gos
  • Við franskar
  • Við þá tegund matar sem þú veist að gagnast þér ekkert en átt erfitt með að losa þig við.

Við bjóðum

14 daga heilsumeðferð, aðstoð og stuðning við að snúa þinni rútínu við á rétta braut í átt að hollara og kraftmeira lífi.

Upplifðu nýja orku, losnaðu við verki og leyfðu matnum að næra þig til heilsu.

Komdu með í fyrirbyggjandi heilsudaga á frábært spa-heilsu-hótel rétt fyrir utan Gdansk í Póllandi, þar sem hvíld, fræðsla, hreyfing, mataræði og gleði eru í öndvegi.

Þú nýtur matar í fallegu umhverfi í stuðningsríkum hópi og færð áhugaverða fræðslu frá lækni um áhrif matar á líkamann og heilsu þína.

Síðan 2001 hafa þúsundir Íslendinga farið í þessa heilsumeðferð, fyrst með Jónínu Benediktsdóttur sem var brautryðjandi í þessari tegund heilsumeðferðar á Íslandi.

Heilsuhótelið í Póllandi er með detox og góða hreyfingu sem Heilsugengið skipuleggur.

Ánægðir viðskiptavinir

„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Elskaði matinn, umhverfið og vinskapinn þið frábæra fólk. Takk fyrir yndislegar 2 vikur.“                     

„Takk fyrir frábæra ferð í alla staði, þvílík upplifun, þekking, hlàtur og dugnaður. Ég er enn uppi í skýjunum 6,5 kíló farin og fullt af cm.“

„Það eru einhverjir töfrar við þennan stað sem lætur manni líða stórkostlega í þessar tvær vikur sem eru ráðlagðar.“

Næsta ferð

Næstu heilsuferðir til Póllands verða:
19. september – 3. október 2024. 
3. október – 17. október 2024.

Herbergi og verð: 
Einstaklingsherbergi eru á 290. þús.  Hægt er að panta stærri herbergi (Mini apartment, VIP apartment…) sem eru á öðrum verðum, sjá myndir af herbergjum og mismunandi verð hér: 
https://heilsan.is/herbergi-og-verd/  

Innifalið: 
Dvöl og fæði í 2 vikur. Flestir hóptímar með þjálfara (utan sundleikfimi og baktímar sem hótelið rukkar aukalega hóflegt gjald fyrir), aðgangur að spa, gufu og baðslappur. Fyrirlestur og viðtalstími við lækni á hótelinu ef óskað er.  Stuðningur og hvatning. 

Ekki innifalið:
Flug (oftast farið með lággjaldaflugfélaginu Wizz Air).

Dæmi um dagskrá:

https://heilsan.is/dagskra-og-matur/

Bókaðu strax pláss: heilsuferdir@heilsan.is

Matur í boði:

600 hitaeininga detox – matur (grænmeti og ávextir)

600 hitaeininga grænmetis- og ávaxtasafar

800-1200 hitaeiningar til að létta sig

2000 hitaeiningar, venjulegur dagskammtur

Heilsuferð Detox í Póllandi með Heilsugenginu.

Upplifðu breytinguna

Það að fasta á ávöxtum og grænmeti gerir það að verkum að líkaminn leitar jafnvægis eða núllstillir sig. Flestir upplifa nýja orku og og líðan. Margir losna við verki og komast í sitt besta form. Við vinnum með læknum og sérfræðingum en fyrst og fremst miðlum við af þekkingu og reynslu og látum matinn vera lyfin okkar.

Nordic walking gönguferð með heilsugenginu í heilsuferð á detox hóteli í Póllandi.

Settu heilsu þína í fyrsta sæti

√ Hvíld

√ Hollur matur

√ Hæfileg hreyfing

√ Fræðsla

√ Sundleikfimi

√ Nudd

√ Spa

Heilsuferð með Heilsugenginu á detox hótel í Póllandi.

Árangur

√  Karlar léttast að meðaltali um 8-10kg á 14 dögum, konur um 3-9 kg. Blóðþrýstingur og blóðsykur kemst oftast í betra jafnvægi.

√ Læknir á hótelinu

√ Fræðsla

√ Skoðunarferð til Gdansk

√ Spa og sundlaug

√ Hóptímar í leikfimi, gönguferðir, sundleikfimi

√ Erum allan tímann á staðnum og aðstoðum fólk í meðferðinni.

Ánægðir viðskiptavinir

„Ég fann um leið ég steig þarna inn hversu þreyttur ég raunverulega var og þurfti mikla hvíld og að hlaða batteríin aftur. Smám saman fann ég kraftinn aftur og reis upp aftur endurnærður með góðum stuðningi Heilsugengisins.“

„Fyrsta heilsuferðin mín stóð yfir í fjórar vikur og ég missti 29.5 kíló. Lífsgæði mín löguðust umtalsvert allt frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á lappirnar og á vinnumarkaðinn.“ 

„Í minni fyrstu ferð sannfærðist ég um að þetta væri fyrir alla, sama í hvaða formi fólk er og hvar það er statt í eigin heilsu. Þetta gerir öllum gott. Sjálfur varð ég mjög hissa á hversu mettandi maturinn var.“

Næstu ferðir:

Haustferð með Auðuni / Helgu:

19. sept - 3. okt ´24

Haustferð með Auðuni / Helgu:

3. okt - 17. okt ´24

Ath. Dagsetningar birtar með fyrirvara um flugáætlun.

heilsuferdir@heilsan.is


Bókaðu strax pláss:
heilsuferdir@heilsan.is