Drekkur þú of mikið gos? Prófaðu þetta

Mynd: stocksnap.io
Sykrað gos er eitthvað það versta sem þú getur sett í líkamann. Það veldur meðal annars hormónaójafnvægi sem gerir það að verkum að þú fitnar. Sykurlaust gos er líka jafn slæmt. Æ betur er að koma í ljós að sykurlausu gosdrykkirnir hamla boðefnaflutningi til heilans um að líkaminn sé mettur. Án þess að þú hafir kannski hugmynd um það þá er líkami þinn alltaf að reyna að hafa stjórn á þeirri orku sem hann þarf til að viðhalda sér. Sykurlausir gosdrykkir trufla það starf og leiða til þyngdaraukningar. Lífstílsráðgjafinn Jon Gabriel rekur þetta í ágætu myndbandi hér og færir rök fyrir því að þyngdarlosun snúist ekki eingöngu um að telja kaloríur.

Hann mælir frekar með þessum drykk:

1 bolli sódavatn án bragðefna
2 msk epla edik
1/2 sítróna
1-2 steviu dropar (ekki nauðsynlegt)

Prófaðu þetta næst þegar þig langar að hlaupa út í sjoppu eftir Coke Zero eða Pepsi Max. Það er ekki svo flókið að blanda þetta og bragðið kemur á óvart.