Klukkan er alveg að detta í tólf á miðnætti og þú ert nokkrar sekúndur frá því að skríða upp í rúm. Þá kemur allt í einu sterk þörf til að klára súkkulaðikexpakkann sem er í eldhúsinu eða síðustu pizzusneiðina sem einhver skildi eftir sig. Hvað gerðist? Og þú sem varst allan daginn í nánast fullkomnu jafnvægi og passaðir vel upp á mataræðið. Hvers vegna kemur þessi óstjórnlega gráðuga lyst í eitthvað óhollt seint um kvöld? Ef hún kemur aftur og aftur, kvöld eftir kvöld, nótt eftir nótt, gæti ástæðan verið önnur en út af því sem þú gerðir eða borðaðir fyrr um daginn. Hún gæti jafnvel verið vegna erfða. Þú gætir semsagt þakkað forfeðrum þínum fyrir miðnæturnaslið.
Vísindamenn frá Heilsuvísindaháskólanum í Oregon og Harvard háskóla rannsökuðu hvort tilhneigingin að borða meira á kvöldin hafi eitthvað að gera með starfsemi líkamsklukkunnar að gera. Rannsóknin var birt í tímaritinu Obesity. Þar kemur fram að það skiptir ekki máli hversu vel er borðað yfir daginn; hversu mikið eða jafnvel hvenær. Ef viðkomandi er alltaf svangur eða svöng seint um kvöld gæti það mjög vel endurspeglað matarvenjur forfeðranna.
Nú gæti einhver spurt sig hvernig það sé mögulegt að magi nútímamannsins hagi sér eins og magi steinaldarmannsins. Rannsóknin var gerð með hjálp sjálfboðaliða sem buðust til að gista í tvær vikur í einangruðu rými þar sem farsímar, sjónvarp og internet var fjarlægt. Þeir voru í algerri einangrun og heimsóknir ættingja eða vina voru ekki leyfðar. Allt sem þeir gátu gert var að sofa eða borða. Ljósin voru beinlínis dimmd þannig að þátttakendur gátu ekki greint muninn á milli dags eða nætur. Sérfræðingar mátu síðan matarvenjur þeirra á meðan dvöl þeirra stóð. Niðurstaðan var sú að þátttakendur voru í raun með mestu svengd á nóttunni, óháð því hvaða tíma dags þeir sofnuðu eða vöknuðu.
Eins heillandi og þessi rannsókn er þá segja sérfræðingar að skuldinni sé ekki alfarið hægt að skella á forfeður vora í hellunum. Ef þú ert alltaf svangur/svöng seint um kvöld gæti það líka verið vegna matarvenja þinna.
Jessica Rosen, sem starfar sem svokallaður “heildrænn þjálfari” segir í viðtali við Elite Daily að hin fornu Ayurveda vísindi kenni að líkaminn virki best þegar hann fær megnið af næringu fyrir klukkan tvö á daginn. Fram að þeim tíma er talið að líkami og hugur erfiði mest og þurfa mest eldsneyti.
Rosen heldur því fram að steinefna- og vítamínskortur sé líklegasta skýringin á þörf fyrir miðnæturnasl. Það væri því ráð að fylgjast vel með hvaða mat þú vilt setja upp í þig á kvöldin og finna út hvaða næringarefni það séu sem þig mögulega skortir yfir daginn. „Þegar við þráum sælgæti eins og súkkulaði, þá er talið að líkaminn sé í magnesíumskorti. Þrá í osta og kjöt geta verið vegna skorts á járni og kalki,“ segir Rosen í Elite Daily. „Hollasta og hraðasta leiðin til að fá mesta magnið af steinefnum er að drekka grænan safa með dökku grænmeti eins og til dæmis spínati eða káli.“
Annað sem gæti komið til greina er að þú sért að borða of einhæfan mat. Fjölbreytni í mataræði ætti að hjálpa til við mettun. Reyndu að taka eftir hversu mikið prótein þú færð yfir daginn og einnig af heilbrigðri fitau og trefjum. Heilsuþjálfarinn Jessica Cording segir við Elite Daily að hún reynir að forðast að fylla sig af einföldum kolvetnum (smákökukur, nammi og svoleiðis drasl). „Líkaminn brennir því mjög fljótt,“ segir Cording.
En segjum sem svo að þú hafir gert allt rétt. Þú hafir borðað fjölbreytta úrval af ávöxtum, grænmeti, flóknum kolvetnum og próteini yfir daginn. Þú borðaðir þar til þú varst þægilega mett(-ur) eftir hverja máltíð og þú fylgdir eftir þinni áætlun. Samt sem áður fór allt í skrall um miðnætti og þú dast þá í nammiskálina. Ef svoleiðis er komið þá segja vísindamenn að þá sért þú einfaldlega leið(-ur) og þig vantar félagsskap eða huggun.
Ofantalið gefur þér kannski hugmyndir um hvers vegna þú færð skyndilega þörf í einhvern drasl mat á kvöldin. Hér er það sem þú ættir helst að setja upp í þig þegar kallið kemur:
Grace Derocha, sem starfar sem dýralæknir en er einnig löggiltur kennari í sykursýki og viðurkenndur heilsaþjálfari við Blue Cross Blue Shield í Michigan, segir Elite Daily að því seinna um daginn sem þú færð löngun í mat því hollari ætti maturinn að vera. Þannig hjálpar þú líkamanum við að brjóta hann niður yfir nóttina. „Skyndibitar sem eru léttir, en samt ljúffengir, eins og til dæmis kotasæla, epli dýfð í hnetusmjör, gulrætur og jafnvel hræringur (búst, í daglegu tali) er eitthvað sem gæti gagnast,“ segir Grace. „Markmiðið er að borða eitthvað nærandi og ljúffengt þannig að löngunin í ruslmat hverfur svo þú getur farið að sofa með bros á vör.“
____
Byggt á grein í Elite Daily