Hér er skemmtileg aðferð til að bæta minnið sem þú getur strax byrjað að nota. Hún bætir athyglisgáfuna og getur jafnvel hjálpað þér við að sofna fljótar. Hljómar áhugavert? Hér kemur hún:
Þegar þú leggst upp í rúm, alveg tilbúin(n) að sofna, þá ferðu yfir í huganum allt það sem þú gerðir í dag frá því þú vaknaðir. Allt sem þú gerðir, samtöl, hugsanir og atburði. Farðu yfir eins mörg smáatriði og þú mögulega getur og sjáðu eins mikið fyrir þér og þú getur. Fyrst í stað mun dagurinn örugglega hraðspólast áfram í huga þér og þú munt ekki muna mörg smáatriði. Þú ferð í huganum sjálfsagt úr einu verkefninu í annað. Ekki láta það stoppa þig. Reyndu að hægja á hugsunum og muna eins mikið og þú getur í eins miklum smáatriðum og þú getur. Þér mun fara fram við þetta og þú munt verða hæfari að muna fleiri smáatriði sem gerast yfir daginn.
Þessi einfalda æfing er talin hafa eftirtalda kosti í för með sér:
1) Hún bætir minnið
2) Hún eykur athyglisgáfuna. Kannski ferðu að taka betur eftir því sem gerist yfir daginn til að geta auðveldlega kallað það fram í huganum að kvöldi.
3) Þú dvelur meira í „núinu“ yfir daginn og tekur betur eftir smáatriðum, aftur til þess að geta kallað þau fram í huganum um kvöldið.
4) Þú munt efla sköpunarhæfileika, ímyndunarafl við að sjá hluti betur fyrir þér.
5) Þú styrkir hæfileika þína til að einbeita þér.
6) Þú sofnar fljótar því hugur þinn mun þreytast í þessari „vinnu“ að framleiða allar þessar minningar, rétt eins og hann myndi gera við að telja rollur til að sofna.
Prófaðu í eina viku að gera þetta áður en þú sofnar og sjáðu hvað gerist. 🙂
__
Byggt á grein í My Chess Blog