Sama hvað hver segir, við erum venjurnar okkar – það sem við höfum vanið okkur á. Ósiðir og góðir siðir, hollt og óhollt, við erum það sem við höfum vanið okkur á. Til að hætta gömlum slæmum sið og venja sig við nýjan og góðan krefst meðvitundar á hverjum degi. Þetta þarf að vera meðvituð ákvörðun.
Ein leið til að láta góða venju endast er að skora á sjálfan sig í 100 daga.
Einbeittu þér að bara að breyta einu í þínu fari í 100 daga. Eftir þá daga þá verður þetta orðið að vana.
Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir fyrir 100 daga áskorun. Listinn er ekki tæmandi og þú getur gert það sem þú vilt. Veldu bara eina áskorun og alls ekki gera eitthvað sem þú treystir þér ekki til. Ef þú velur fleiri en eina áskorun, eða of erfiða, þá mun heilinn vinna gegn þér. Hér eru nokkrar hugmyndir:
- Þjálfaðu þol með því, til dæmis, að hlaupa, hjóla, synda á hverjum degi
- Lestu og lærðu eitthvað nýtt á hverjum degi í 100 daga.
- Borðaðu minna en XXXX hitaeiningar á dag í 100 daga (ef þú ert karl miðaðu við 2.100 hitaeiningar, kona við 1.900 hitaeiningar).
- Ekki borða ruslmat í 100 daga
- Hugleiddu í 20 mínútur, tvisvar á dag, í 100 daga
- Segðu: „Ég elska þig“ við maka þinn, foreldra, börn, fjölskyldumeðlim á hverjum degi í 100 daga
- Eyddu XXX krónum minna á hverjum degi í 100 daga. Settu peninginn sem þú sparar í krukku svo þú getur séð sparnaðinn safnast saman
- Ekki drekka áfengi í 100 daga
- Notaðu tannþráð í 100 daga
- Ekki reykja í 100 daga
- Ekki borða nammi í 100 daga
- Loggaðu þig út af Facebook í 100 daga
- Hringdu í gamlan vin, bara til að segja hæ, á hverjum degi í 100 daga
- Ekki horfa á sjónvarpið í 100 daga. Ef það er of mikið, prófaðu að horfa bara á sjónvarp í 1 klukkustund á dag í 100 daga
- Ekki slúðra í 100 daga
- Segðu bara sannleikann í 100 daga. Ekki ljúga í 100 daga, ekki einu sinni hvíta lýgi
- Ekki slá neinu á frest í 100 daga.
Góða skemmtun og gangi þér vel!