fbpx

Teygjuæfingar sem virka

Það eru til alls konar teygjuæfingar sem hægt er að mæla með, en þessi grein fjallar um æfingar með teygju.

Stundum er ekki tími til að keyra í ræktina, finna þar bílastæði, skipta um föt, æfa, finna bílinn og keyra aftur heim. Þá er gott að vita einfaldri leið til að gera hnitmiðaðar æfingar heima sem þurfa ekki að taka lengri tíma en 10 mínútur. Myfitnesspal bendir á nokkrar árangursríkar æfingar sem hjálpa þér við að draga úr sektarkennd fyrir að hafa ekki komist í ræktina. 🙂

Teygjuband sem veitir viðnám er frábært fyrir hnitmiðaða líkamsþjálfun sem byggir upp vöðva. Teygjan er ódýr, auðvelt að koma fyrir, hægt að taka með sér í ferðalög og - það sem meira er - gerir kleift að gera krefjandi æfingar.

Prófaðu þessar æfingar í 10 mínútur og sjáðu hvað gerist:

  1. Armbeygjur með teygju. 10 sinnum:

Armbeygjur styrkja brjóstvöðva, axlir, handleggi og maga en þegar þú notar teygjuband með viðnámi þá eykst mótstaðan þegar þú ýtir þér upp. Lyftan upp reynir því meira á þig.

Settu bandið fyrir aftan bak, farðu niður í armbeygjustöðu með hendurnar í axlabreidd í sundur. Haltu neðra bakinu flötu þannig að mjöðmin fylgi herðunum upp og niður. Þegar þú ferð niður skaltu reyna að halda olnbogunum eins nálægt líkamanum og þú getur.

       2. Dedda. 10 sinnum:

Á lyftingamáli nefnist þessi æfing að "dedda" eða "deadlift." Þetta styrkir neðri hluta líkamans, sérstaklega læri og rass. Finndu réttu spennuna á bandinu sem veitir þér mesta viðnámið sem hentar þínum styrk.

    3. Bandtog. 10 sinnum


Þessi æfing bætir líkamsstöðu þína og styrkir mikilvæga vöðva í efra baki, við herðarblöð og axlir. Kreistu herðarblöðin saman og haltu olnbogunum læstum þegar þú dregur bandið í sundur. Ekki vera bogin í baki í þessari æfingu heldur stattu bein(n) í baki.

   4. Band fyrir aftan bak. 10 sinnum:

Þessi lítur út fyrir að vera skítlétt, en leynir mjög á sér. Fullkomin æfing fyrir skrifstofufólk sem hamrar á lyklaborðið alla daga. Þú finnur fyrir bruna í öxlum eftir aðeins nokkur skipti. Vertu með bandið um það bil í axlarbreidd fyrir ofan höfuð. Beint bak og togaðu bandið niður að herðarblöðum.