Auðun Georg Ólafsson, Helga Möller og Skúli Guðmundsson. Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir.

Skammt fyrir utan borgina Gdansk í Póllandi er hótelið Long Vita. Þangað hafa fjölmargir Íslendingar leitað undanfarin ár sér til heilsubótar með góðum árangri. Þeirra er á meðal eru þau Auðun Georg Ólafsson, Helga Möller og Skúli Guðmundsson sem hafa verið til stuðnings fyrir fjölmarga Íslendinga frá því í janúar 2022. 

Megin hugmyndafræðin gengur út á að borða hollan mat, einkum grænmeti og ávexti, drekka mikið vatn, stunda holla hreyfingu og slökun í náttúrulegu umhverfi. Flestir sem gera þetta uppskera mikla andlega og líkamlega vellíðan eftir aðeins tveggja vikna dvöl.

Hótelið Long Vita er í fallegu umhverfi við stöðuvatn í nágrenni við pólsku borgina Gdansk.
Hótelið Long Vita er í fallegu umhverfi við stöðuvatn í nágrenni við pólsku borgina Gdansk.

Long Vita hótelið

Hótelið Long Vita er í fallegu umhverfi við stöðuvatn í nágrenni við pólsku borgina Gdansk. Fjölmargir Íslendingar hafa jákvæða reynslu af því að hafa dvalið þar og eflt heilsu sína. 

Þau Helga Möller, Auðun Georg Ólafsson og Skúli Guðmundsson bjóða nú í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura upp á heilsuferðir á hótelið. Þau miðla af jákvæðri reynslu sinni ásamt því að hvetja og styðja þá sem vilja ná tökum á eigin lífi og heilsu.

Infrarauð- og hefðbundin gufa og lítil sundlaug er á hótelinu.
Infrarauð- og hefðbundin gufa og lítil sundlaug er á hótelinu.
Heilsuhótelið Long Vita er staðsett í þjóðgarði skammt fyrir utan Gdansk.
Heilsuhótelið Long Vita er staðsett í þjóðgarði skammt fyrir utan Gdansk.

Reynsla Helgu Möller

Helga Möller
Helga Möller hefur farið árlega á heilsuhótelið í Póllandi frá árinu 2010. Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir.

„Fyrst fór ég á heilsuhótelið árið 2010 og hef komið þangað árlega síðan, stundum tvisvar á ári,“ segir Helga Möller. „Ég var í krefjandi vinnu bæði í söngnum og sem flugfreyja og leitaði til Póllands mér til heilsubótar og til að núllstilla mig. Ekki var það verra að missa nokkur kíló. Ég hreinlega elska að vera á hótelinu Long Vita sem áður hét Elf og sæki að vera þarna því það eru einhverjir töfrar við þennan stað sem lætur manni líða stórkostlega í þessar tvær vikur sem eru ráðlagðar. Long Vita stendur við yndislegt vatn í þjóðgarði þar sem er skógur, fuglalíf og alls konar skemmtilegar gönguleiðir. Meira að segja er ein gönguleiðin nefnd í höfuðið á mér og heitir „Helgustígur“. Einnig er til „Skúlgata“ sem nefnd er eftir Skúla Guðmundssyni vini mínum og auðvitað „Jónínustígur“ sem var nefndur í höfuðið á elsku vinkonu minni Jónínu Benediktsdóttur,“ segir Helga.

„Ég hef nánast alltaf verið á fæðinu „ávextir og grænmeti“ sem hótelið býður upp á. Það eru um það bil 600 kaloríur á dag sem stuðla að fullkominni hreinsun á sál og líkama. Fyrsta vikan getur verið strembin þar sem alls konar líkamlegir og andlegir kvillar koma upp sem eru fullkomlega eðlilegir. Önnur vikan er síðan nokkurs konar upprisa, ef svo má að orði komast, og að koma heim eftir þennan tíma er dásamlegt,“ útskýrir Helga.

„Það eru einhverjir töfrar við þennan stað sem lætur manni líða stórkostlega“

Reynsla Skúla Guðmundssonar

Skúli Guðmundsson. Heilsugengið. Heilsuferðir til Póllands og detox.
Skúli Guðmundsson missti 29.5 kíló í sinni fyrstu ferð á heilsuhótelið. Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir.

„Ég kom fyrst á Long Vita hótelið árið 2008. Þá hafði ég verið sjúklingur í tvö ár eftir uppskurð á baki,“ segir Skúli. „Kílóin höfðu komið jafnt og þétt og þegar ég fór í mína fyrstu ferð var ég orðinn 149.5 kíló og gríðarlega kvalinn. Fyrsta heilsuferðin mín stóð yfir í fjórar vikur og ég missti 29.5 kíló. Lífsgæði mín löguðust umtalsvert allt frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á lappirnar og á vinnumarkaðinn. Á 15 árum hef ég tvisvar misst heilsuna vegna bakuppskurðar og vefjagigtar en fundið hana aftur á Long Vita hótelinu. Eftir stóran uppskurð á fótum í mars 2022 fór ég rakleitt aftur á heilsuhótelið til að safna kröftum og jafna mig fyrr,“ útskýrir Skúli sem hefur ekki lengur tölu á hversu oft hann hefur farið í frí á Long Vita hótelið til að bæta sína líðan eftir langar vinnutarnir.

Skúli Guðmundsson fyrir og eftir dvöl á heilsuhótelinu í Póllandi.
Skúli Guðmundsson fyrir og eftir dvöl á heilsuhótelinu í Póllandi þar sem hann á 4 vikum missti 29,5 kíló.

„Lífsgæði mín löguðust umtalsvert allt frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á lappirnar og á vinnumarkaðinn.“

„Það er enginn staður í veröldinni betri. Þegar ég kem of þungur, kvalinn og með bólgur í liðum og vöðvum þá fer ég beint í djús prógrammið,“ segir Skúli.  Það klikkar ekki að á einum mánuði missi ég undantekningalaust 23-29.5 kíló. Á þessum ferðum mínum í 15 ár hef ég samt tekið eftir að þótt maður nái alltaf árangri þá gengur alltaf betur með því að vera í hóp með öðrum. Það er einhver óútskýrður kraftur við það að vera með mörgum sem eru að stefna í sömu átt. Það peppar mann í að ná sem bestum árangri. Long Vita heilsuhótelið fær mín bestu meðmæli fyrir fagmennsku og frábært starfsfólk. Þjónustulundin er með því besta sem ég hef kynnst á heimsvísu.“

Skúli hefur ekki lengur tölu á hversu oft hann hefur farið á heilsuhótelið til að bæta sína líðan. Þessar myndir voru teknar fyrir og eftir síðustu dvöl hans sumarið 2022.
Skúli hefur ekki lengur tölu á hversu oft hann hefur farið á heilsuhótelið til að bæta sína líðan. Þessar myndir voru teknar fyrir og eftir síðustu dvöl hans sumarið 2022.

„Þótt maður nái alltaf árangri þá gengur alltaf betur með því að vera í hóp með öðrum.“

Reynsla Auðuns Georgs

Auðun Georg var hissa á hversu maturinn á hótelinu var mettandi og hann fékk mikla orku við að gera æfingar sem boðið var upp á. Ljósmynd: Olga Björt Þórðardóttir.

„Ég hélt að þetta væri bara fyrir konur,“ segir Auðun Georg og hlær. „Í minni fyrstu ferð sannfærðist ég um að þetta væri fyrir alla, sama í hvaða formi fólk er og hvar það er statt í eigin heilsu. Þetta gerir öllum gott. Sjálfur varð ég mjög hissa á hversu mettandi maturinn var. Ég varð aldrei svangur og ég fékk strax mikla orku við að gera flestar æfingar með stuðning frá þjálfurum hótelsins. Svefninn batnaði til muna, stressið minnkaði, einbeiting jókst og kílóum fækkaði,“ segir Auðun. 

Fjölbreyttur hópur var á hótelinu, að sögn Auðuns. „Ég tók eftir að fólk sem dvelur á hótelinu er allt frá afreksíþróttafólki yfir í þá sem glíma við ofþyngd og kvilla því tengdu. Öll eru að stefna að sama marki, að bæta líf sitt og heilsu. Það hjálpar líka að á hótelinu eru engir gestir að borða öðruvísi mat en aðrir, það er ekkert verið að bjóða upp á nautasteik, franskar og kók og það er langt í næstu sjoppu og hamborgarastað. Fyrsta ferðin mín af þessu tagi var árið 2014 og ég náði miklum árangri. Ég finn mikinn mun þegar ég fer í þessar ferðir með hópi eða dvel á eigin vegum. Það er allt annar kraftur og gleði sem fylgir því að fara í gegnum þetta með öðrum sem geta miðlað af eigin reynslu. Þannig myndast miklu meiri hvatning sem skilar betri árangri.“

Auðun í lok maí 2022 og í lok ágúst sama ár eftir dvölina.
Auðun í lok maí 2022 og í lok ágúst sama ár eftir dvölina.

„Svefninn batnaði til muna, stressið minnkaði, einbeiting jókst og kílóum fækkaði.“

Næstu ferðir:

EM og heilsan með Skúla Guðmunds:

6 - 20 jan 2024

Páskaferð með Auðuni og Helgu:

27. mars - 10 apríl ´24

Haustferð með Auðuni / Helgu:

4. sept - 18. sept ´24

Haustferð með Auðuni / Helgu:

18. sept - 2. okt ´24

heilsuferdir@heilsan.is