Um okkur

Um okkur

Upplifðu tveggja vikna ferð sem hreinsar líkama og sál með náttúrulegum aðferðum, slökun og hreyfingu.

Svefninn batnaði, stressið minnkaði, og kílóum fækkaði

Skammt frá borginni Gdansk í Póllandi er einstakur unaðsreitur sem Helga Möller hefur heimsótt árum saman. Þar hefur hún notið tveggja vikna hreinsunar með hollum mat, slökun og hreyfingu. Nú bjóða hún og Auðun Georg Ólafsson þér að taka þátt í þessari einstöku ferð.

Helga Möller

Helga fór fyrst á heilsuhótelið árið 2010 og hefur farið þangað árlega síðan, oft tvisvar til þrisvar á ári. 

 

Helga Möller

„Fyrst fór ég á heilsuhótelið árið 2010 og hef komið þangað árlega síðan, stundum tvisvar á ári,“ segir Helga Möller. „Ég var í krefjandi vinnu bæði í söngnum og sem flugfreyja og leitaði til Póllands mér til heilsubótar og til að núllstilla mig. Ekki var það verra að missa nokkur kíló. Ég hreinlega elska að vera á hótelinu og sæki að vera þarna því það eru einhverjir töfrar við þennan stað sem lætur manni líða stórkostlega í þessar tvær vikur sem eru ráðlagðar. Hótelið stendur við yndislegt vatn í þjóðgarði þar sem er skógur, fuglalíf og alls konar skemmtilegar gönguleiðir. Meira að segja er ein gönguleiðin nefnd í höfuðið á mér og heitir „Helgustígur“. Einnig er til „Jónínustígur“ sem var nefndur í höfuðið á elsku vinkonu minni Jónínu Benediktsdóttur,“ segir Helga.

„Ég hef nánast alltaf verið á fæðinu „ávextir og grænmeti“ sem hótelið býður upp á. Það eru um það bil 600 kaloríur á dag sem stuðla að fullkominni hreinsun á sál og líkama. Fyrsta vikan getur verið strembin þar sem alls konar líkamlegir og andlegir kvillar koma upp sem eru fullkomlega eðlilegir. Önnur vikan er síðan nokkurs konar upprisa, ef svo má að orði komast, og að koma heim eftir þennan tíma er dásamlegt,“ útskýrir Helga.

Helga Möller. heilsan.is. Heilsuferð til Póllands.

„Það eru einhverjir töfrar við þennan stað sem lætur manni líða stórkostlega“

Auðun Georg

Auðun Georg fór í sína fyrstu dvöl á heilsuhótel árið 2014 og hefur aðstoðað við hópa í Póllandi frá árinu 2022. 

 

„Í minni fyrstu ferð sannfærðist ég um að þetta væri fyrir alla, sama í hvaða formi fólk er og hvar það er statt í eigin heilsu. Þetta gerir öllum gott. Sjálfur varð ég mjög hissa á hversu mettandi maturinn var. Ég varð aldrei svangur og ég fékk strax mikla orku við að gera flestar æfingar með stuðning frá þjálfurum hótelsins. Svefninn batnaði til muna, stressið minnkaði, einbeiting jókst og kílóum fækkaði,“ segir Auðun. 

Fjölbreyttur hópur var á hótelinu, að sögn Auðuns. „Ég tók eftir að fólk sem dvelur á hótelinu er allt frá afreksíþróttafólki yfir í þá sem glíma við ofþyngd og kvilla því tengdu. Öll eru að stefna að sama marki, að bæta líf sitt og heilsu. Það hjálpar líka að á hótelinu eru engir gestir að borða öðruvísi mat en aðrir, það er ekkert verið að bjóða upp á nautasteik, franskar og kók og það er langt í næstu sjoppu og hamborgarastað. Fyrsta ferðin mín af þessu tagi var árið 2014 og ég náði miklum árangri. Ég finn mikinn mun þegar ég fer í þessar ferðir með hópi eða dvel á eigin vegum. Það er allt annar kraftur og gleði sem fylgir því að fara í gegnum þetta með öðrum sem geta miðlað af eigin reynslu. Þannig myndast miklu meiri hvatning sem skilar betri árangri.“

Dr. Agnieszka Lemanczyyk

Dr. Agnieszka er læknir og sérfræðingur í lyflækningum og atvinnusjúkdómum. Síðastliðin 25 ár hefur hún rekið læknastofu í Póllandi sem sinnir mest fyrirbyggjandi læknisfræði með sérstakri áherslu á hreinsandi áhrif grænmetis- og ávaxta mataræðis en aðferðir hennar byggjast  á kenningum Dr. Ewa Dąbrowska. 

Þjálfarateymið

Katarzyna Senyk

Kennir líkamsrækt, skokk, snjóbretti og nútímaleikfimi. Kasia, eins og hún er oftast kölluð, er ástríðufull um almennan heilbrigðan lífsstíl. Hún útskrifaðist frá íþróttaakademíunni í Katowice í íþróttakennsludeildum með leikfimi sem aðalfag og ferðamennsku og afþreyingu sem aukafag. Hún hefur verið að þróa starfsreynslu sína í líkamsræktarstöðvum út um allt Pólland. Hún heldur áfram að taka þátt í þjálfun af krafti til að bæta færni sína og veita þátttakendum í tímum sínum þjálfun á hæsta stigi. Vottorð: Pilates Motta 1, Líkamsbolti, Teygjur, Heilbrigður hryggur, BOSU, Les Mills Body Pump, Zumba, TRX, Aqua Instructor, TBC, ABT, Ovo Ball/Easy Ball, Functional Training. Kasia er sérstaklega jákvæð og brosmild sem hefur mikla ánægju af íþróttum í frítíma sínum.

Svetlana Zharikova

Líkamsræktar- og vatnsleikfimi kennari, þjóðlaga- og samkvæmisdanskennari. Útskrifaðist frá Uppeldisháskólanum úr líffræði- og efnafræðideild, með aðalnám í lífeðlisfræði manna og dýra. Útskrifaðist einnig úr fyrstu gráðu ballettskóla. Vottorð fengin: Zumba Fitness, Zumba Toning, Zumba Gold, TBC, Balls, Steps, Aqua Erobics, Pilates. Hefur starfað sem leiðbeinandi síðan 1989.

Wojtek Sankiewicz

Wojtek útskrifaðist frá læknaháskólanum í Gdańsk með gráðu í klínískri næringarfræði. Með hugmyndafræðina að leiðarljósi að það sé alltaf líkamsmyndin sem endurspegli lífsstíl okkar, en ekki öfugt, sameinar hann vinnu næringarfræðings og einkaþjálfara og stuðlar að eins mikilli hreyfingu og mögulegt er. Þar sem hann tók eftir vandamálið með bakverkjum og öðrum neikvæðum afleiðingum kyrrsetu lífsstíls sem er algengur í samfélaginu, lauk hann læknisfræðilegu einkaþjálfaranámskeiði til að hjálpa skjólstæðingum sínum eins og hægt var. Hann er talsmaður þungrar þyngdarþjálfunar og sem styrktarþríþrautakennari fléttar hann þætti úr þessu inn í vinnuna með skjólstæðingum þannig að þeir verða líka sterkari með hverjum deginum. Ástríðu hans fyrir að dreifa heilbrigðum lífsstíl hefur leitt til þess að hann hefur mikinn áhuga á biohacking, hámarka afköst heilans og langlífi.