Vantar meira sæði? Borðaðu þá hnetur

Þetta er allt í hnetunum.

Öllu gríni slepptu þá geta hnetur raunverulega bætt sæði mannsins. Það sýnir allavegana ný rannsókn á Spáni sem greindi gæði sæðis úr 119 ungum mönnum.

Rannsóknin stóð yfir í 14 vikur þar sem skipt var í tvo hópa.  Í öðrum hópnum voru þátttakendur beðnir um að borða 60 grömm af blönduðum hnetum; möndlum, heslihnetum og valhnetum. Hinn hópurinn var beðinn um forðast hnetur.

Þegar vísindamenn greindu sæði og blóðsýni kom í ljós að þeir sem átu hnetur höfðu að meðaltali 16 prósent hærra sæðismagn.

Þýðir þetta þá að ungir karlmenn eigi að borða hnetur í öll mál til að auka sæðisframleiðslu sína? New York Post lagði þessa spurningu fyrir Albert Salas-Huetos, höfund rannsóknarinnar sem jafnframt er næringarfræðingur. „Kannski, en ég legg áherslu á að niðurstöðurnar eiga ekki við almenning þar sem allir þátttakendur voru heilbrigðir og frjósamir ungir menn. Þetta er þó enn ein vísbending þess að heilbrigður lífsstíll og mataræði getur hjálpað til við getnað.“