Heilsuferð til Póllands
Ánægðir viðskiptavinir

„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Elskaði matinn, umhverfið og vinskapinn þið frábæra fólk. Takk fyrir yndislegar 2 vikur“
TJ, 43 ára

„Takk fyrir frábæra ferð í alla staði, þvílík upplifun, þekking, hlàtur og dugnaður. Ég er enn uppi í skýjunum 6,5 kíló farin og fullt af cm.“
EM, 52 ára

„Þetta er það besta sem ég hef gert fyrir mig að fara í þessa ferð og kynnast frábæru fólki. Takk fyrir mig og ég á eftir að koma aftur.“
BG, 64 ára
Ávinningur
þinn
- Hreinsun á líkama og sál.
- Aukin orka og vellíðan.
- Betra jafnvægi og streitulosun.
- Verkfæri til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl.
Endurnærandi
orka í heilsu spa
- Frábært spa-heilsu-hótel rétt fyrir utan Gdansk í Póllandi
- Leyfðu verkjum og bólgum að hjaðna og matnum að næra þig til heilsu.
- Hvíld, nudd, gufa, fræðsla, hreyfing, holl næring og gleði.
- Aðstoð og stuðningur við að snúa þinni rútínu við á rétta braut í átt að hollara og kraftmeira lífi.
Læknir og þjálfarar
Hvernig virkar þetta?
Slökun
Hótelið er staðsett fyrir utan borgina Gdansk í Póllandi mitt í miðjum þjóðgarði. Náttúrukyrrðin auðveldar slökun og kyrrð. Frábærir nuddarar eru starfandi á hótelinu..
Hreyfing
Á hótelinu er dagskrá frá morgni til kvölds en það er engin skylda að gera allt sem þar er í boði. Allar æfingar eru á því erfiðleikastigi sem hentar hverjum og einum.
Næring
Hægt er að velja á milli máltíða, þar sem uppistaðan er grænmeti og ávextir og/eða safar, eða prótín og fituríkum mat sem eru samtals 800, 1200 eða 2000 kaloríur yfir daginn. Hægt er að vera á sama matseðlinum í öllum máltíðum yfir daginn eða skipta á milli máltíða.
Fræðsla
Við miðlum af reynslu okkar og fáum fyrirlestra læknis um mataræðið og hvernig best er að haga heimkomu.
| Innifalið í hópferð | Ekki innifalið |
|---|---|
| Ferð í samstarfi við ferðaskrifstofuna Aventura | Flug (t.d. Wizz Air) |
| Rúta sem sækir hóp á flugvöll og ekur á hótel og til baka eftir dvöl | Sundleikfimi (hóflegt aukagjald hótels) |
| Dvöl á hóteli í 2 vikur | Nudd og snyrtimeðferð |
| Fullt fæði | Skoðunarferð til Gdansk (fer eftir þátttöku) |
| Baðsloppur | |
| Aðgangur að spa og líkamsrækt | |
| Flestir hóptímar með þjálfurum | |
| Fyrirlestur læknis (á ensku) | |
| Viðtalstími við lækni ef óskað er | |
| Kraftur hópsins | |
| Hvatning og stuðningur á íslensku |
Algengar spurningar
Algengasta spurningin er hvort heilsuhótelið sé fyrir alla. Svo er ekki. Gestir þurfa að geta borið fulla ábyrgð á sér innan húss og utan húss. Jafnvægisskyn þarf að vera í lagi. Ágætis aldursviðmið er 75 ára. Engin lyfta er á hótelinu, bara tröppur upp 2 hæðir og svo eru tröppur niður að vatni og gufu.
Sendu okkur skilaboð á heilsuferdir@heilsan.is
Herbergi
og verð
Fleiri ummæli
Þú munt upplifa:
√ Hámarks árangur á hollu fæði
√ Hreyfingu sem er hæfilega hönnuð fyrir þig
√ Endurnærandi nuddmeðferð
√ Aukið úthald, minni verkir, þyngdartap, betri svefn, aukin lífsgæði
√ Fullkomna afslöppun í spa-umhverfi
√ Stuðning og virka hvatningu til árangurs
Sendu beiðni um bókun, við svörum um hæl
heilsuferdir@heilsan.is



